Viðskipti innlent

Vöruskipti hagstæð um 12,3 milljarða

Útflutningur í nóvember var 55,2 milljarðar króna.
Útflutningur í nóvember var 55,2 milljarðar króna. Mynd/GVA.
Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nóvember 2013 var útflutningur fob 55,2 milljarðar króna og innflutningur fob var tæplega 43 milljarðar króna, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands

Vöruskiptin í nóvember, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um tæpa 12,3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Með fob-verði (free on board) er átt við verð vörunnar komið um borð í flutningsfar í útflutningslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×