Innlent

Tilbúin að skoða hugmyndir um auknar heimildir lögreglu til vopnaburðar

Höskuldur Kári Schram skrifar
Lögreglumenn hafa viljað skoða möguleikana á því að fá auknar heimildir til vopnaburðar. Í könnun sem Landssamband lögreglumanna lét gera í byrjun síðasta árs kom fram sterkur vilji er meðal lögreglumanna til að kanna málið meðal annars vegna aukinnar hörku í undirheimum.

Lögreglan vinnur nú því að meta áhættu og öryggisþörf í tengslum við þessar hugmyndir og á þeirri vinnu að ljúka um næstu áramót. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segist vera tilbúin að skoða málið en hún er gestur í þættinum Pólitíkin á visir.is.

„Lögreglan er að skoða þetta og meta þessa áhættu og öryggisþörf og mér skilst að þeirri vinnu ljúku í kringum áramótin. Við þekkjum þessa umræðu og ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur stjórnmálamenn að leyfa lögreglunni að klára þessa vinnu. Við erum auðvitað öll að vonast til þess að við getum búið í samfélagi sem er tiltölulega laust við þess hluti. Þar sem þetta er ekki hluti af veruleika venjulegs fólks. En lögreglan verður auðvitað að geta gripi til slíks við aðstæður þar sem þess gerist þörf. Þannig að ég mun sjá niðurstöðurnar og fara yfir þær,“ segir Hanna Birna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×