Innlent

Steve Van Zandt ætlar aldrei að borða svið

Hjörtur Hjartarson skrifar
Bruce Springsteen og Van Zandt saman á tónleikum
Leikarinn og tónlistarmaðurinn Steve Van Zandt er um þessar mundir staddur hér landi. Hjörtur Hjartarson settist niður með Little Steven eins og hann er oftast kallaður og ræddi við hann um Bruce Springsteen, mafíósa í Noregi og hvers vegna hann fúlsar algjörlega við því að borða svið.

Van Zandt hefur undanfarna fjóra áratugi spilað með Bruce Springsteen í hljómsveitinni The East Street Band.

En hann er kannski enn þekktari í hugum margra sem Silvio Dante, mafíósinn í The Sopranos.

Van Zandt vildi ekki fara ítarlega út í það afhverju hann væri staddur á Íslandi en hluti af því er að kynna útvarpsþáttinn sinn sem hann hefur verið með síðan 2002.

Van Zandt ætlar aldrei að borða svið
Van Zandt leikur einnig í norskum þáttunum Lillyhammer. Sem fyrr er hann í hlutverki mafíósa, í þetta sinn er hann sendur í vitnavernd til Lillehammer í Noregi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Í einu atriði í Lillyhammer kemur svið við sögu. Van Zandt segir að hann hafi ekki fengið sér bita og það muni hann aldrei gera.

"Ég mun aldrei borða mat sem horfir á mig."

Tónleikar Bruce Springsteen eru þekktir fyrir að vera langir, allt að fjórir tímar og hvergi slegið af. Van Zandt hlær að spurningu blaðamanns hvort það sé ekki erfitt fyrir menn á sjötugsaldri að standa í slíku.

Van Zandt vann ötullega að frelsun Nelson Mandela á sínum tíma. Hann hitti Mandela tvívegis og segir það hafa haft djúpstæð áhrif á líf sitt. Hann minntist hins merka Mandela með litlu lagi sem hann raulaði fyrir frétta og tökumann Stöðvarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×