Viðskipti innlent

Tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 2,4 milljarða

Tekjuhallinn nam 0,5% af landsframleiðslu fjórðungsins.
Tekjuhallinn nam 0,5% af landsframleiðslu fjórðungsins.
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 2,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þessi árs. Það er umtalsverður viðsnúningur miðað við sama tíma í fyrra, þegar afkoman var neikvæð um 6,7 milljarða króna.

Tekjuhallinn nam 0,5 prósent af landsframleiðslu fjórðungsins og 1,2 prósentum af tekjum hins opinbera, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

„Fyrstu níu mánuði ársins reyndist tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 18,1 milljarða króna eða 1,4% af landsframleiðslu þess tímabils, en til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 29,2 milljarða króna á sama tíma 2012 eða 2,3% af landsframleiðslu.

Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.933 milljörðum króna í lok 3. ársfjórðungs 2013 sem samsvarar 108,5% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Hrein peningaleg eign ríkissjóðs, þ.e. peningalegar eignir umfram skuldir, var neikvæð um 878 milljarða króna í lok ársfjórðungsins, en það samsvarar 49,3% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Hrein peningaleg eign ríkissjóðs dróst saman um 55 milljarða króna milli 3. ársfjórðungs 2012 og 2013,“ segir á vef Hagstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×