Viðskipti innlent

100 prósent niðurfelling á neti og heimasíma fyrir áskrifendur

Til áramóta munu 365 miðlar bjóða upp á frítt net og heimasíma með völdum sjónvarpsáskriftum 365.

Einnig er boðið upp á sérkjör á neti og heimasíma með Fjölvarpspökkum sem og samkeppnishæft verð á hefðbundinni net- og heimasímaþjónustu óháða pökkum.

Sparnaðurinn getur numið allt að 180 þúsund krónum á þremur árum. “Við leggjum tímamótatilboð á borðið þar sem sjónvarpsáskrifendur okkar fá 100% niðurfellingu á mánaðargjöldum net og heimasíma með ákveðnum áskriftarpökkum. Það eina sem viðskiptavinir okkar þurfa að greiða er línugjald 2.610 kr. eins og tíðkast hjá viðskiptavinum hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum,” segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.

365 miðlar buðu í fyrsta skipti upp á net og símaþjónustu með áskriftum að enska boltanum í haust.  Sú nýjung 365 miðla að bjóða net og sjónvarpsáskriftir saman í pökkum er byggð á erlendri fyrirmynd þar sem algengt er að netþjónusta fylgi áskriftum að sjónvarpsstöðvum.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×