Viðskipti innlent

6.223 atvinnulausir í október

Kristján Hjálmarsson skrifar
Atvinnuleysi í október var 3,9% í október.
Atvinnuleysi í október var 3,9% í október. Mynd/Arnþór
Atvinnuleysi í október var 3,9%. Að meðaltali voru 6.233 atvinnulausir í október og fjölgaði atvinnulausum um 108 að meðaltali frá september eða um 0,1 prósentustig. Þetta kemur fram í tölum Vinnumálastofnunar.

Í október voru samtals 680 manns skráðir í vinnumarkaðsúrræði. Þessi úrræði eru greidd af Atvinnuleysistryggingasjóði, en viðkomandi einstaklingar eru í vinnu og teljast því ekki með í atvinnuleysistölum. Af þessum 680 voru 210 einstaklingar í starfsþjálfun, 29 voru í reynsluráðningu, 12 í átaksverkefni og 13 í frumkvöðlastarfi innan fyrirtækja eða stofnana. Stærstur hluti þeirra sem eru í vinnumarkaðsúrræðum voru í átaksverkefninu Liðsstyrk eða 416 manns. 



Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar

Alls voru 6.766 manns atvinnulausir í lok október. Þeir sem voru atvinnulausir að fullu voru hins vegar 6.007. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði samfellt er nú 3.399, fækkar um 92 frá september og eru um 50% þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá í október. Fjöldi þeirra sem verið hafa atvinnulausir í meira en eitt ár samfellt var 1.955 í októberlok, en 1.940 í septemberlok og fjölgar því um 15 milli mánaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×