Innlent

Kviknaði í bíl í Njarðvík

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mynd af vettvangi þegar slökkvilið réð niðurlögum eldsins.
Mynd af vettvangi þegar slökkvilið réð niðurlögum eldsins. Mynd/Valtýr
Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu skömmu fyrir hálf fimm í dag að eld hefði tekið í bifreið við Njarðarbraut í Njarðvík. Þegar lögregla kom á staðinn var mikill eldur í bifreiðinni. Slökkvilið kom á vettvang skömmu á eftir lögreglu og tók við að ráða niðurlögum eldsins. Bíllinn stóð við svokallað Steinásskýli.

Til stendur að rannsaka upptök eldsins en samkvæmt upplýsingum lögreglu er ekkert vitað um þau að svo stöddu. Lögregla sagði engan hafa sakað vegna brunans né að hætta hefði skapast í nágrenni við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×