Smáir bílar fyrir stóra framtíð Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2013 11:45 Smábílarnir fjórir. Suzuki er hvað þekktast fyrir smíði smærri bíla og ætlar greinilega ekki að víkja af leið, enda gengur þeim ágætlega nú. Síðar í þessum mánuði mun Suzuki sýna eina fjóra hugmyndabíla á bílasýningunni í Tokyo og víst er að þeim er ekki ætlað að slá í gegn í landi hinna stóru bíla í Bandaríkjunum. Bílarnir heita Crosshiker, X-Lander og hinu umdeilanlega nafni Hustler og Hustler Coupe. Crosshiker er smár jepplingur sem vegur aðeins 810 kíló og er með 1,0 lítra þriggja strokka vél. Bíllinn á að höfða til þeirra sem bæði setja umhverfissjónarmið á oddinn og kjósa spennu. X-Lander er byggður á Jimny bíl Suzuki, en verður tvinnbíll með 1,3 lítra vél og fjórhjóladrifinn. Hann er bæði ætlaður sem lipur borgarbíll en fær um að fara ótroðnar slóðir, enda bíllinn með ágæta veghæð. Hustler og Hustler Coupe er rúmgóðir strumpastrætóar, rúmgóðir að innan en samt nettir að utan. Eins og dótabíll í útliti en með góða veghæð. Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent
Suzuki er hvað þekktast fyrir smíði smærri bíla og ætlar greinilega ekki að víkja af leið, enda gengur þeim ágætlega nú. Síðar í þessum mánuði mun Suzuki sýna eina fjóra hugmyndabíla á bílasýningunni í Tokyo og víst er að þeim er ekki ætlað að slá í gegn í landi hinna stóru bíla í Bandaríkjunum. Bílarnir heita Crosshiker, X-Lander og hinu umdeilanlega nafni Hustler og Hustler Coupe. Crosshiker er smár jepplingur sem vegur aðeins 810 kíló og er með 1,0 lítra þriggja strokka vél. Bíllinn á að höfða til þeirra sem bæði setja umhverfissjónarmið á oddinn og kjósa spennu. X-Lander er byggður á Jimny bíl Suzuki, en verður tvinnbíll með 1,3 lítra vél og fjórhjóladrifinn. Hann er bæði ætlaður sem lipur borgarbíll en fær um að fara ótroðnar slóðir, enda bíllinn með ágæta veghæð. Hustler og Hustler Coupe er rúmgóðir strumpastrætóar, rúmgóðir að innan en samt nettir að utan. Eins og dótabíll í útliti en með góða veghæð.
Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent