Viðskipti innlent

Hannes víkur: Björn Zoega nýr forstjóri Nextcode

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Björn (t.h.) mun sinna daglegum rekstri fyrirtækisins ásamt Dr. Jeffrey Gulcher.
Björn (t.h.) mun sinna daglegum rekstri fyrirtækisins ásamt Dr. Jeffrey Gulcher. mynd/richard pasley
Hannes Smárason hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann muni víkja sem forstjóri Nextcode um stundarsakir.

Í yfirlýsingunni kemur fram að ákvörðunin sé vegna ákæru sem sérstakur saksóknari birti Hannesi í dag. „Ég geri þetta vegna þess að ég vil ekki að málefni forstjóra þessa nýja fyrirtækis sem ég tók þátt í að stofna varpi skugga á fyrirtækið. Þess utan vil ég ekki að sá tími sem ég kann að þurfa á að halda til þess að verja mig gegn þessari undurfurðulegu ákæru dragist frá þeim tíma sem notaður er í að hlúa að fyrirtækinu. Ég mun hins vegar halda áfram að einbeita mér að því að vinna að framgangi Nextcode á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Hannes í yfirlýsingunni.

Daglegum rekstri Nextcode verður sinnt af meðstofnanda Hannesar, Dr. Jeffrey Gulcher, núverandi framkvæmdastjóra Nextcode, og nýráðnum framkvæmdastjóra Nextcode Íslandi, Birni Zoega.

Hannes mun að öðru leyti ekki tjá sig efnislega um málið að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×