Innlent

Hallur fer fram á formlega afsökunarbeiðni frá Alþingi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Hallur Magnússon á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag.
Hallur Magnússon á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Mynd/Skjáskot
Hallur Magnússon, fyrrverandi sviðsstjóri þróunardeildar Íbúðalánasjóðs, fer fram á formlega og skriflega afsökunarbeiðni frá Alþingi vegna rangfærslna í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð.

Í skýrslunni kemur fram að Hallur hafi verið ráðinn til Íbúðalánasjóðs árið 1999 sem millistjórnandi á pólitískum forsendum. Hallur fékk að greina frá sinni hlið á málinu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag.

Hallur ráðfærði sig við lögfræðinga eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út og íhugaði að leggja fram kæru vegna meiðyrða. Í ljós kom að rannsóknarnefndin er lögvarin og því ekki hægt að stefna henni. Hann fer því fram á skriflega afsökunarbeiðni frá Alþingi vegna málsins.

Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, sagði að Alþingi væri að skapa grundvöll fyrir því að Hallur gæti komið á framfæri sinni hlið á málinu með að leyfa honum að ræða við nefndina. Bein vefútsending var frá nefndarfundinum í dag. 


Tengdar fréttir

Stefnir rannsóknarnefnd Alþingis fyrir meiðyrði

Hallur Magnússon, fyrrverandi sviðsstjóri þróunardeildar Íbúðalánasjóðs, hefur hafið undirbúning á meiðyrðamáli gegn rannsóknarnefnd Alþingis um málefni íbúðalánasjóðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×