240 milljón króna hlutafjáraukning hjá Plain Vanilla vegna QuizUp Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. nóvember 2013 21:23 Þorsteinn ásamt Alison Goldberg, fjárfestingarstjóra Time Warner Investments, í útgáfuhófi Plain Vanilla í New York í síðustu viku. mynd/Plain Vanilla Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Sequoia Capital leiðir nýja fjárfestingu upp á tvær milljónir dollara í tölvuleikjaframleiðandanum Plain Vanilla. Það gera um 240 milljónir íslenskra króna. Sequoia óskaði eftir þessu daginn áður en að leikurinn kom út. Þetta þýðir að hlutafjáraukningin er upp á 240 milljón íslenskra króna. Sequoia Capital var meðal fyrstu fjárfesta í Google, Apple og Instagram. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla segir einn eiganda Sequoia hafa tekið þátt í að spila leikinn á prófunarstigi leiksins. Hann hafi heillast svo af leiknum að hann heimtaði að fá að fjárfesta í leiknum áður en hann var gefinn út. Alls hafa áhættufjárfestar lagt 5,6 milljónir dollara í Plain Vanilla. Á meðal annarra fjárfesta í fyrirtækinu eru Íslendingurinn Davíð Helgason, Greycroft Partners, sem hafa meðal annars fjárfest í Huffington Post og 9GAG, Tencent og CrunchFund, sem hefur m.a. fjárfest í Tumblr. Ólafur Jóhann Ólafsson framkvæmdastjóri hjá TimeWarner er einnig á meðal hluthafa í Plain Vanilla. Eins og fram hefur komið í fréttum Vísis kom leikurinn út á fimmtudaginn og hann hefur slegið í gegn. Hann er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp Bandaríkjanna og í öðru sæti á lista yfir mest sóttu leiki. Sequoia var stofnað árið 1972 og sérhæfir fyrirtækið sig í að finna áhugaverð tæknifyrirtæki sem eru á frumsitig. Meðal fleiri fyrirtækja sem fyrirtækið hefur fjárfest í eru Apple, Google, Oracle, Dropbox, Instagram, LinkedIn, YouTube og PayPal. Að sögn Þorsteins hefur Sequoia Capital hefur skrifstofur sínar í Sílikondal í Kaliforníu og fjárfestir mjög sjaldan utan Bandaríkjanna. Þorsteinn segir að nýjasta fjárfestingin verði nýtt til að stækka fyrirtækið og ráða fleiri starfsmenn. Plain Vanilla er með 20 starfsmenn hjá fyrirtækinu í dag og eru höfuðstöðvar þess á Laugavegi. Plain Vanilla er einnig með starfsstöðvar í New York og San Fracisco. Tengdar fréttir Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. 6. nóvember 2013 17:13 Ótrúlegar viðtökur QuizUp í Bandaríkjunum QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. 9. nóvember 2013 17:57 Fimmhundruð-þúsund QuizUp leikir spilaðir fyrsta sólarhringinn Fimmhundruð-þúsund leikir voru spilaðir af tölvuleiknum QuizUp fyrsta sólarhringinn eftir að hann kom út. 8. nóvember 2013 15:10 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Sequoia Capital leiðir nýja fjárfestingu upp á tvær milljónir dollara í tölvuleikjaframleiðandanum Plain Vanilla. Það gera um 240 milljónir íslenskra króna. Sequoia óskaði eftir þessu daginn áður en að leikurinn kom út. Þetta þýðir að hlutafjáraukningin er upp á 240 milljón íslenskra króna. Sequoia Capital var meðal fyrstu fjárfesta í Google, Apple og Instagram. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla segir einn eiganda Sequoia hafa tekið þátt í að spila leikinn á prófunarstigi leiksins. Hann hafi heillast svo af leiknum að hann heimtaði að fá að fjárfesta í leiknum áður en hann var gefinn út. Alls hafa áhættufjárfestar lagt 5,6 milljónir dollara í Plain Vanilla. Á meðal annarra fjárfesta í fyrirtækinu eru Íslendingurinn Davíð Helgason, Greycroft Partners, sem hafa meðal annars fjárfest í Huffington Post og 9GAG, Tencent og CrunchFund, sem hefur m.a. fjárfest í Tumblr. Ólafur Jóhann Ólafsson framkvæmdastjóri hjá TimeWarner er einnig á meðal hluthafa í Plain Vanilla. Eins og fram hefur komið í fréttum Vísis kom leikurinn út á fimmtudaginn og hann hefur slegið í gegn. Hann er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp Bandaríkjanna og í öðru sæti á lista yfir mest sóttu leiki. Sequoia var stofnað árið 1972 og sérhæfir fyrirtækið sig í að finna áhugaverð tæknifyrirtæki sem eru á frumsitig. Meðal fleiri fyrirtækja sem fyrirtækið hefur fjárfest í eru Apple, Google, Oracle, Dropbox, Instagram, LinkedIn, YouTube og PayPal. Að sögn Þorsteins hefur Sequoia Capital hefur skrifstofur sínar í Sílikondal í Kaliforníu og fjárfestir mjög sjaldan utan Bandaríkjanna. Þorsteinn segir að nýjasta fjárfestingin verði nýtt til að stækka fyrirtækið og ráða fleiri starfsmenn. Plain Vanilla er með 20 starfsmenn hjá fyrirtækinu í dag og eru höfuðstöðvar þess á Laugavegi. Plain Vanilla er einnig með starfsstöðvar í New York og San Fracisco.
Tengdar fréttir Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. 6. nóvember 2013 17:13 Ótrúlegar viðtökur QuizUp í Bandaríkjunum QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. 9. nóvember 2013 17:57 Fimmhundruð-þúsund QuizUp leikir spilaðir fyrsta sólarhringinn Fimmhundruð-þúsund leikir voru spilaðir af tölvuleiknum QuizUp fyrsta sólarhringinn eftir að hann kom út. 8. nóvember 2013 15:10 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. 6. nóvember 2013 17:13
Ótrúlegar viðtökur QuizUp í Bandaríkjunum QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. 9. nóvember 2013 17:57
Fimmhundruð-þúsund QuizUp leikir spilaðir fyrsta sólarhringinn Fimmhundruð-þúsund leikir voru spilaðir af tölvuleiknum QuizUp fyrsta sólarhringinn eftir að hann kom út. 8. nóvember 2013 15:10