Innlent

Velmegunarlistinn: Ísland í 13. sæti

Mynd/GVA
Ísland lendir í þrettánda sæti á hinum svonefnda Velmegunarlista sem Legatum stofnunin tekur saman árlega. Þar eru nokkur atriði sem sögð eru leiða til velmegunar tekin saman og 142 löndum síðan raðað á kvarða. Í fyrra lenti Ísland í fimmtánda sæti á þessum sama lista þannig að samkvæmt honum hefur velmegun aukist hér undanfarið.

Árin þar á undan voru Íslendingar hinsvegar yfirleitt í tólfta sæti þannig að enn á landið nokkuð í land, ef þannig má að orði komast. Á toppi listans tróna Norðmenn eins og oft áður, Svisslendingar eru í öðru sæti og Kanadamenn í því þriðja.

Tekið er tillit til nokkurra þátta og kom Ísland best út þegar litið er til öryggismála og raðast þar í annað sætið. Versta niðurstaðan er hinsvegar í efnahagsmálum þar sem íslendingar lenda í fertugasta og fyrsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×