Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 71 höggi Jón Júlíus Karlsson skrifar 23. október 2013 01:11 Mynd/GSÍ Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar hóf í gær keppni á úrtökumóti á fyrsta stigi fyrir bandarísku Web.com mótaröðina. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari og er í harðri baráttu um að komast áfram á næsta stig úrtökumótanna. Birgir Leifur fékk þrjá fugla og einn skramba á hringnum og er um miðjan hóp keppenda í 33. sæti. Hann á fína möguleika á að komast áfram því 30 efstu kylfingarnir, og jafnir, komast áfram á annað stig úrtökumótsins. Web.com mótaröðin er önnur sterkasta mótaröð Bandaríkjanna. Ekki er lengur hægt að vinna sér beinan keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í gegnum úrtökumót og því þurfa kylfingar nú að vinna sér inn keppnisrétt á Web.com mótaröðinni áður en þeir fá keppnisrétt á sterkustu mótaröð í heimi. Alls fara fram 12 úrtökumót á fyrsta stigi víðvegar í Bandaríkjunum og leikur Birgir Leifur í úrtökumóti á Callaway Gardens-Mountain golfsvæðinu í Georgíuríki. Sex mót fara fram á öðru stigi úrtökumótsins og bestu kylfingarnir komast svo í lokaúrtökumótið sem fram fer um miðjan desember.Keppir einnig í Evrópu Birgir er einnig kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina og mun leika í móti á Spáni í byrjun nóvember. Rétt eins og á Web.com mótaröðinni þarf þar að komast í gegnum þrjú stig til að vinna sér inn keppnisrétt. Birgir Leifur, sem varð Íslandsmeistari í fimmta sinn í sumar, er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur unnið sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en það gerði hann árið 2007. Tengdar fréttir Birgir Leifur komst áfram í úrtökumótinu Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina eftir að hafa orðið í 12. sæti í úrtökumóti í Þýskalandi. 20. september 2013 13:51 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar hóf í gær keppni á úrtökumóti á fyrsta stigi fyrir bandarísku Web.com mótaröðina. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari og er í harðri baráttu um að komast áfram á næsta stig úrtökumótanna. Birgir Leifur fékk þrjá fugla og einn skramba á hringnum og er um miðjan hóp keppenda í 33. sæti. Hann á fína möguleika á að komast áfram því 30 efstu kylfingarnir, og jafnir, komast áfram á annað stig úrtökumótsins. Web.com mótaröðin er önnur sterkasta mótaröð Bandaríkjanna. Ekki er lengur hægt að vinna sér beinan keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í gegnum úrtökumót og því þurfa kylfingar nú að vinna sér inn keppnisrétt á Web.com mótaröðinni áður en þeir fá keppnisrétt á sterkustu mótaröð í heimi. Alls fara fram 12 úrtökumót á fyrsta stigi víðvegar í Bandaríkjunum og leikur Birgir Leifur í úrtökumóti á Callaway Gardens-Mountain golfsvæðinu í Georgíuríki. Sex mót fara fram á öðru stigi úrtökumótsins og bestu kylfingarnir komast svo í lokaúrtökumótið sem fram fer um miðjan desember.Keppir einnig í Evrópu Birgir er einnig kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina og mun leika í móti á Spáni í byrjun nóvember. Rétt eins og á Web.com mótaröðinni þarf þar að komast í gegnum þrjú stig til að vinna sér inn keppnisrétt. Birgir Leifur, sem varð Íslandsmeistari í fimmta sinn í sumar, er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur unnið sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en það gerði hann árið 2007.
Tengdar fréttir Birgir Leifur komst áfram í úrtökumótinu Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina eftir að hafa orðið í 12. sæti í úrtökumóti í Þýskalandi. 20. september 2013 13:51 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur komst áfram í úrtökumótinu Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er kominn áfram á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina eftir að hafa orðið í 12. sæti í úrtökumóti í Þýskalandi. 20. september 2013 13:51