Reiðhjólastell sem vegur 870 grömm Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2013 13:30 Þau gerast ekki léttari reiðhjólin. Það er deginum ljósara að því léttari sem reiðhjól eru því minna þarf að hafa fyrir því að stíga þau. Því eru mörg þeirra með léttu álstelli, en sumir ganga lengra og nota rándýrar koltrefjar sem vega ótrúlega lítið. Reiðhjólafyrirtækið Vandeyk hefur nú smíðað reiðhjól með grind sem vegur aðeins 870 grömm, en þá eru reyndar ótaldir þeir hlutir sem raðast á það, svo sem gírar, bremsur, sæti, hjólasveif og fleira. Hjólið kostar enga smáaura, eða 1.550.000 krónur, en hver á slíkt í hverjum vasa! Vandeyk fyrirtækið leitaði í smiðju ekki lakari aðila en Formúlu 1 bílasmiðsins Ralf Brand, sem vann áður fyrir Sauber liðið. Hann hefur einnig smíðað fyrir Toro Rosso, Opel bílafyrirtækið og Nascar keppnisbíla. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent
Það er deginum ljósara að því léttari sem reiðhjól eru því minna þarf að hafa fyrir því að stíga þau. Því eru mörg þeirra með léttu álstelli, en sumir ganga lengra og nota rándýrar koltrefjar sem vega ótrúlega lítið. Reiðhjólafyrirtækið Vandeyk hefur nú smíðað reiðhjól með grind sem vegur aðeins 870 grömm, en þá eru reyndar ótaldir þeir hlutir sem raðast á það, svo sem gírar, bremsur, sæti, hjólasveif og fleira. Hjólið kostar enga smáaura, eða 1.550.000 krónur, en hver á slíkt í hverjum vasa! Vandeyk fyrirtækið leitaði í smiðju ekki lakari aðila en Formúlu 1 bílasmiðsins Ralf Brand, sem vann áður fyrir Sauber liðið. Hann hefur einnig smíðað fyrir Toro Rosso, Opel bílafyrirtækið og Nascar keppnisbíla.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent