Hvenær fara höftin og hvenær lækka skuldir heimila? Bjarni Ben svarar 16. október 2013 21:15 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur boðað að „meiriháttar skref“ verði kynnt í átt að afnámi gjaldeyrishafta á næstu fimm mánuðum. Þetta er forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Bjarni greindi frá þessu í vitðali við CNBC Europe í gær, en hann talaði um „significant step“ í þessu samhengi, samkvæmt útprenti af viðtalinu sem Stöð 2 fékk hjá CNBC, en viðtalið í heild hefur ekki verið birt á netinu.Hið margumtalaða „svigrúm“ Afnám haftanna er nátengt stærsta kosningaloforði Framsóknarflokksins sem á að felast í nýtingu svigrúms í viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna til niðurfærslu á verðtryggðum fasteignalánum heimila en svigrúmið á að skapast þegar krónueignum búanna er skipt í gjaldeyri á afslætti hjá Seðlabankanum. Þannig fer í raun fjármagn til ríkissjóðs í formi krónueigna sem á síðan að ráðstafa við niðurfærslu skulda afmarkaðs hóps, þ.e þeirra sem urðu fyrir hinum margnefnda „forsendubresti“ vegna verðtryggingarinnar. Nánari útfærsla liggur ekki fyrir, en nefnd undir forystu dr. Sigurðar Hannessonar á að skila tilögum til ráðherranefndar um málið í næsta mánuði. Sjá viðtal við Sigurð í Klinkinu hér.Ekki á sömu blaðsíðunni Bjarni Benediktsson segist eðlilega ekki geta svarað fyrir framsóknarmenn en hann segir að hann og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra séu sammála um aðgerðir í þágu skuldsettra heimila. Ráðherrarnir tveir eru hins vegar ekki alveg á sömu blaðsíðunni í þessum efnum „enda ekki sami maðurinn,“ eins og Bjarni segir. Bjarni er með hófstilltari áherslur og vill að peningar sem verði eftir hjá ríkissjóði í viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna verði einnig nýttir til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með vaxtabyrði hans, en íslenska ríkið greiðir 91 ma.kr. á ári í vexti. Færð hafa verið efnisleg rök fyrir því að lækkun vaxtakostnaðar ríkissjóðs sé í raun stærsta velferðarmálið, þar sem svo stór hluti tekna ríkissjóðs fari í vaxtakostnað. Þessu má í raun líkja við óyfirstíganlegan yfirdrátt hjá einstaklingi. Vaxtakostnaðurinn er orðinn sjálfstætt vandamál. Bjarni Benediktsson fer stefnu varðandi afnám gjaldeyrishafta og aðgerðir í þágu skuldsettra heimila í viðtali við Þorbjörn Þórðarson sem má nálgast í myndskeiði hér fyrir ofan.Ráðstöfun ríkisfjár í þágu afmarkaðs hóps Bjarni svarar því hvort hann telji ósanngjarnt að ráðstafa peningum sem munu á einhverjum tímapunkti tilheyra ríkissjóði til þess að færa niður verðtryggð fasteignalán hjá afmörkuðum hópi einstaklinga, en tölfræði Hagstofunnar sýnir að þriðjungur heimila er með skuldlausar fasteignir og 27 prósent eru á leigumarkaði, hjúkrunar- eða félagslegu húsnæði. Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur boðað að „meiriháttar skref“ verði kynnt í átt að afnámi gjaldeyrishafta á næstu fimm mánuðum. Þetta er forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Bjarni greindi frá þessu í vitðali við CNBC Europe í gær, en hann talaði um „significant step“ í þessu samhengi, samkvæmt útprenti af viðtalinu sem Stöð 2 fékk hjá CNBC, en viðtalið í heild hefur ekki verið birt á netinu.Hið margumtalaða „svigrúm“ Afnám haftanna er nátengt stærsta kosningaloforði Framsóknarflokksins sem á að felast í nýtingu svigrúms í viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna til niðurfærslu á verðtryggðum fasteignalánum heimila en svigrúmið á að skapast þegar krónueignum búanna er skipt í gjaldeyri á afslætti hjá Seðlabankanum. Þannig fer í raun fjármagn til ríkissjóðs í formi krónueigna sem á síðan að ráðstafa við niðurfærslu skulda afmarkaðs hóps, þ.e þeirra sem urðu fyrir hinum margnefnda „forsendubresti“ vegna verðtryggingarinnar. Nánari útfærsla liggur ekki fyrir, en nefnd undir forystu dr. Sigurðar Hannessonar á að skila tilögum til ráðherranefndar um málið í næsta mánuði. Sjá viðtal við Sigurð í Klinkinu hér.Ekki á sömu blaðsíðunni Bjarni Benediktsson segist eðlilega ekki geta svarað fyrir framsóknarmenn en hann segir að hann og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra séu sammála um aðgerðir í þágu skuldsettra heimila. Ráðherrarnir tveir eru hins vegar ekki alveg á sömu blaðsíðunni í þessum efnum „enda ekki sami maðurinn,“ eins og Bjarni segir. Bjarni er með hófstilltari áherslur og vill að peningar sem verði eftir hjá ríkissjóði í viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna verði einnig nýttir til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með vaxtabyrði hans, en íslenska ríkið greiðir 91 ma.kr. á ári í vexti. Færð hafa verið efnisleg rök fyrir því að lækkun vaxtakostnaðar ríkissjóðs sé í raun stærsta velferðarmálið, þar sem svo stór hluti tekna ríkissjóðs fari í vaxtakostnað. Þessu má í raun líkja við óyfirstíganlegan yfirdrátt hjá einstaklingi. Vaxtakostnaðurinn er orðinn sjálfstætt vandamál. Bjarni Benediktsson fer stefnu varðandi afnám gjaldeyrishafta og aðgerðir í þágu skuldsettra heimila í viðtali við Þorbjörn Þórðarson sem má nálgast í myndskeiði hér fyrir ofan.Ráðstöfun ríkisfjár í þágu afmarkaðs hóps Bjarni svarar því hvort hann telji ósanngjarnt að ráðstafa peningum sem munu á einhverjum tímapunkti tilheyra ríkissjóði til þess að færa niður verðtryggð fasteignalán hjá afmörkuðum hópi einstaklinga, en tölfræði Hagstofunnar sýnir að þriðjungur heimila er með skuldlausar fasteignir og 27 prósent eru á leigumarkaði, hjúkrunar- eða félagslegu húsnæði.
Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira