Hvenær fara höftin og hvenær lækka skuldir heimila? Bjarni Ben svarar 16. október 2013 21:15 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur boðað að „meiriháttar skref“ verði kynnt í átt að afnámi gjaldeyrishafta á næstu fimm mánuðum. Þetta er forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Bjarni greindi frá þessu í vitðali við CNBC Europe í gær, en hann talaði um „significant step“ í þessu samhengi, samkvæmt útprenti af viðtalinu sem Stöð 2 fékk hjá CNBC, en viðtalið í heild hefur ekki verið birt á netinu.Hið margumtalaða „svigrúm“ Afnám haftanna er nátengt stærsta kosningaloforði Framsóknarflokksins sem á að felast í nýtingu svigrúms í viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna til niðurfærslu á verðtryggðum fasteignalánum heimila en svigrúmið á að skapast þegar krónueignum búanna er skipt í gjaldeyri á afslætti hjá Seðlabankanum. Þannig fer í raun fjármagn til ríkissjóðs í formi krónueigna sem á síðan að ráðstafa við niðurfærslu skulda afmarkaðs hóps, þ.e þeirra sem urðu fyrir hinum margnefnda „forsendubresti“ vegna verðtryggingarinnar. Nánari útfærsla liggur ekki fyrir, en nefnd undir forystu dr. Sigurðar Hannessonar á að skila tilögum til ráðherranefndar um málið í næsta mánuði. Sjá viðtal við Sigurð í Klinkinu hér.Ekki á sömu blaðsíðunni Bjarni Benediktsson segist eðlilega ekki geta svarað fyrir framsóknarmenn en hann segir að hann og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra séu sammála um aðgerðir í þágu skuldsettra heimila. Ráðherrarnir tveir eru hins vegar ekki alveg á sömu blaðsíðunni í þessum efnum „enda ekki sami maðurinn,“ eins og Bjarni segir. Bjarni er með hófstilltari áherslur og vill að peningar sem verði eftir hjá ríkissjóði í viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna verði einnig nýttir til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með vaxtabyrði hans, en íslenska ríkið greiðir 91 ma.kr. á ári í vexti. Færð hafa verið efnisleg rök fyrir því að lækkun vaxtakostnaðar ríkissjóðs sé í raun stærsta velferðarmálið, þar sem svo stór hluti tekna ríkissjóðs fari í vaxtakostnað. Þessu má í raun líkja við óyfirstíganlegan yfirdrátt hjá einstaklingi. Vaxtakostnaðurinn er orðinn sjálfstætt vandamál. Bjarni Benediktsson fer stefnu varðandi afnám gjaldeyrishafta og aðgerðir í þágu skuldsettra heimila í viðtali við Þorbjörn Þórðarson sem má nálgast í myndskeiði hér fyrir ofan.Ráðstöfun ríkisfjár í þágu afmarkaðs hóps Bjarni svarar því hvort hann telji ósanngjarnt að ráðstafa peningum sem munu á einhverjum tímapunkti tilheyra ríkissjóði til þess að færa niður verðtryggð fasteignalán hjá afmörkuðum hópi einstaklinga, en tölfræði Hagstofunnar sýnir að þriðjungur heimila er með skuldlausar fasteignir og 27 prósent eru á leigumarkaði, hjúkrunar- eða félagslegu húsnæði. Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur boðað að „meiriháttar skref“ verði kynnt í átt að afnámi gjaldeyrishafta á næstu fimm mánuðum. Þetta er forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Bjarni greindi frá þessu í vitðali við CNBC Europe í gær, en hann talaði um „significant step“ í þessu samhengi, samkvæmt útprenti af viðtalinu sem Stöð 2 fékk hjá CNBC, en viðtalið í heild hefur ekki verið birt á netinu.Hið margumtalaða „svigrúm“ Afnám haftanna er nátengt stærsta kosningaloforði Framsóknarflokksins sem á að felast í nýtingu svigrúms í viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna til niðurfærslu á verðtryggðum fasteignalánum heimila en svigrúmið á að skapast þegar krónueignum búanna er skipt í gjaldeyri á afslætti hjá Seðlabankanum. Þannig fer í raun fjármagn til ríkissjóðs í formi krónueigna sem á síðan að ráðstafa við niðurfærslu skulda afmarkaðs hóps, þ.e þeirra sem urðu fyrir hinum margnefnda „forsendubresti“ vegna verðtryggingarinnar. Nánari útfærsla liggur ekki fyrir, en nefnd undir forystu dr. Sigurðar Hannessonar á að skila tilögum til ráðherranefndar um málið í næsta mánuði. Sjá viðtal við Sigurð í Klinkinu hér.Ekki á sömu blaðsíðunni Bjarni Benediktsson segist eðlilega ekki geta svarað fyrir framsóknarmenn en hann segir að hann og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra séu sammála um aðgerðir í þágu skuldsettra heimila. Ráðherrarnir tveir eru hins vegar ekki alveg á sömu blaðsíðunni í þessum efnum „enda ekki sami maðurinn,“ eins og Bjarni segir. Bjarni er með hófstilltari áherslur og vill að peningar sem verði eftir hjá ríkissjóði í viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna verði einnig nýttir til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með vaxtabyrði hans, en íslenska ríkið greiðir 91 ma.kr. á ári í vexti. Færð hafa verið efnisleg rök fyrir því að lækkun vaxtakostnaðar ríkissjóðs sé í raun stærsta velferðarmálið, þar sem svo stór hluti tekna ríkissjóðs fari í vaxtakostnað. Þessu má í raun líkja við óyfirstíganlegan yfirdrátt hjá einstaklingi. Vaxtakostnaðurinn er orðinn sjálfstætt vandamál. Bjarni Benediktsson fer stefnu varðandi afnám gjaldeyrishafta og aðgerðir í þágu skuldsettra heimila í viðtali við Þorbjörn Þórðarson sem má nálgast í myndskeiði hér fyrir ofan.Ráðstöfun ríkisfjár í þágu afmarkaðs hóps Bjarni svarar því hvort hann telji ósanngjarnt að ráðstafa peningum sem munu á einhverjum tímapunkti tilheyra ríkissjóði til þess að færa niður verðtryggð fasteignalán hjá afmörkuðum hópi einstaklinga, en tölfræði Hagstofunnar sýnir að þriðjungur heimila er með skuldlausar fasteignir og 27 prósent eru á leigumarkaði, hjúkrunar- eða félagslegu húsnæði.
Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira