Viðskipti innlent

Ekki sátt um lokun Femin.is

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Íris segir að síðan hafi verið tekin niður án þess að fyrir lægi ákvörðun stjórnar þess efnis. Svo virðist sem meirihlutinn hafi ákveðið þetta upp á sitt einsdæmi.
Íris segir að síðan hafi verið tekin niður án þess að fyrir lægi ákvörðun stjórnar þess efnis. Svo virðist sem meirihlutinn hafi ákveðið þetta upp á sitt einsdæmi. mynd/365
Vefsíðan femin.is lokaði um miðjan september. Um er að ræða ákvörðun meirihluta um að breyta síðunni og gera nýja síðu úr henni í kjölfarið.

Samkvæmt þeim heimildum sem fréttastofan fékk var fyrirtækið orðið of skuldsett og því hafi verið ákveðið óska eftir gjaldþrotaskiptum.

Íris Gunnarsdóttir er önnur þeirra kvenna sem stofnaði síðuna upphaflega árið 2000. „Ég seldi Nordic store, meirihlutann í félaginu í júlí 2012 en átti enn 25 prósent. Þeir sem keyptu voru meðvitaðir um stöðu fyrirtækis á þeim tímapunkti þegar salan fór í gegn.“ Vefsíðan var upphaflega greinasíða en hafði breyst í sölusíðu.

Íris segir að síðan hafi verið tekin niður án þess að fyrir lægi ákvörðun stjórnar þess efnis. Svo virðist sem meirihlutinn hafi ákveðið þetta upp á sitt einsdæmi.

Hún segist hafa verið mótfallin því að fara með félagið í þrot. Enginn kröfuhafi hafi óskað eftir því né var nokkuð sem benti til þess að kröfuhafar vildu fara með félagið í þrot. Að hennar sögn voru ákveðnir tímabundnir greiðsluerfiðleikar en að hennar mati var allt sem benti til þess að þeir myndi líða hjá þegar liði á haustið. Öll plön Femin miðuðu að því.

„Í stað þess að fara með félagið beint í þrot fannst mér líka rétt að ræða við kröfuhafa áður og leita leiða til að ná mögulegu samkomulagi við þá, í stað þess að þeir myndu tapa sínu. Það var ekki vilji til þess af hálfu núverandi framkvæmdarstjóra og stjórnarformanns og því fór sem fór. Þeir virðast ætla að setja af stað nýja síðu, á nýju nafni og nýrri kennitölu. Ég hreinlega gat ekki farið þá leið með þeim,“ segir Íris.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×