Lífið

Hópur húlladansara á Lækjartorgi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Alda Brynja Birgisdóttir húlladansari sýnir listir sínar með Sirkúsi Íslands
Alda Brynja Birgisdóttir húlladansari sýnir listir sínar með Sirkúsi Íslands
Hópur dansara mun safnast saman á Lækjartorgi á morgun og dansa húlladans saman. Á morgun er nefnilega alþjóðlegi húlladagurinn og er Ísland með í fyrsta sinn í ár.

„Ég rakst á þetta síðasta vetur á netinu og ákvað að skrá Ísland. Ég er að reyna að skapa húllasamfélag á Íslandi,“ segir Alda Brynja Birgisdóttir húlladansari í Sirkus Íslands og húllakennari í Kramhúsinu.

„Hópurinn minn í Kramhúsinu ætlar að koma með mér á torgið á morgun og dansa ákveðinn húlladans sem við erum búnar að læra og er dansaður út um allan heim á morgun. Þetta er gert til að vekja athygli á húllahoppi sem er loksins að verða vinsælt aftur“, segir Alda.

Alda og danshópurinn munu stíga dansinn klukkan tvö á morgun á Lækjartorgi og lofar Alda miklu sjónarspili. Áhorfendur mega prófa hringina og spreyta sig á húllahoppi eftir sýninguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.