Bílaframleiðendur hópast til Brasilíu Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2013 13:44 Mercedes Benz GLK-Class verður framleiddur í Brasilíu. Brasilía virðist vera heitasti staðurinn í bílaheiminum þessa dagana því allir virðast vera að setja upp verksmiðju þar. Toyota hefur fjárfest mikið þar undanfarið, sem og BMW, Audi og Mercedes Benz, en allir þessir framleiðendur eru með verksmiðjur í Brasilíu. Mercedes Benz setti 27 milljarða króna í nýja verksmiðju í Brasilíu þar sem framleiddur verður nýr GLA-Class. Brasilía má segja að sé hin nýja Mexíkó hvað það varðar að þar hafa bílaframleiðendur smíðað bíla sem seldir eru svo í Bandaríkjunum. Svo virðist vera sem Jaguar – Land Rover muni svo bætast í hópinn en sögur herma að í Brasilíu ætli Land Rover að smíða Freelander jepplinginn, sem mestmegnis verður seldur í Bandaríkjunum. Líklega ræður mestu við val bílaframleiðendanna á staðsetningu verksmiðja sinna hversu ódýrt vinnuafl má fá í Brasilíu. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent
Brasilía virðist vera heitasti staðurinn í bílaheiminum þessa dagana því allir virðast vera að setja upp verksmiðju þar. Toyota hefur fjárfest mikið þar undanfarið, sem og BMW, Audi og Mercedes Benz, en allir þessir framleiðendur eru með verksmiðjur í Brasilíu. Mercedes Benz setti 27 milljarða króna í nýja verksmiðju í Brasilíu þar sem framleiddur verður nýr GLA-Class. Brasilía má segja að sé hin nýja Mexíkó hvað það varðar að þar hafa bílaframleiðendur smíðað bíla sem seldir eru svo í Bandaríkjunum. Svo virðist vera sem Jaguar – Land Rover muni svo bætast í hópinn en sögur herma að í Brasilíu ætli Land Rover að smíða Freelander jepplinginn, sem mestmegnis verður seldur í Bandaríkjunum. Líklega ræður mestu við val bílaframleiðendanna á staðsetningu verksmiðja sinna hversu ódýrt vinnuafl má fá í Brasilíu.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent