Þýskir auka bílaframleiðsluna um 14% Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2013 15:30 Þýskir smíða og smíða bíla og flestir þeirra eru seldir utan heimalandsins. Þó svo að sala bíla í Þýskalandi hafi heldur gefið eftir í ár framleiða þýskir bílasmiðir sem aldrei fyrr. Framleiðsluaukningin í nýliðnum septembermánuði nam 14% og taldi alls 515.200 bíla. Þar af voru fluttir út 389.000 bílar, eða 75,5% framleiðslunnar. Þýsku framleiðendurnir hafa alls flutt út 4,1 milljónir bíla það sem af er árinu og seljast þeir eins og heitar lummur um allan heim. Sala bíla í heimalandinu Þýskalandi féll um 1% milli ára, en í ágúst hafði hún fallið um 5%. Heildarsamdrátturinn í sölu bíla í Þýskalandi er um 6% í ár og því virðist sem samdrátturinn sé nú heldur á undanhaldi. Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent
Þó svo að sala bíla í Þýskalandi hafi heldur gefið eftir í ár framleiða þýskir bílasmiðir sem aldrei fyrr. Framleiðsluaukningin í nýliðnum septembermánuði nam 14% og taldi alls 515.200 bíla. Þar af voru fluttir út 389.000 bílar, eða 75,5% framleiðslunnar. Þýsku framleiðendurnir hafa alls flutt út 4,1 milljónir bíla það sem af er árinu og seljast þeir eins og heitar lummur um allan heim. Sala bíla í heimalandinu Þýskalandi féll um 1% milli ára, en í ágúst hafði hún fallið um 5%. Heildarsamdrátturinn í sölu bíla í Þýskalandi er um 6% í ár og því virðist sem samdrátturinn sé nú heldur á undanhaldi.
Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent