Innlent

Barinn með járnstykki í höfuð

Tilkynnt var um líkamsárás í Árbæ um klukkan hálftíu í gærkvöldi þar sem nokkrir réðust á einn og börðu, meðal annars með járnstykki í höfuðið.

Sá sem fyrir árásinni varð var flutt á slysadeild en ekki er ljóst hvort hann hafi slasast alvarlega.

Þá voru nokkrir teknir úr umferð, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, í Grafarvogi, Árbæ, Kópavogi, Hafnarfirði og í miðborginni.

Sá sem tekinn var í Hafnafirði er einnig grunaður um vörslu fíkniefna auk þess sem hann hafði stolið skráningarnúmerum af öðrum bíl og sett á þann sem hann ók.

Um klukkan hálftvö var maður síðan handtekinn fyrir þjófnað  úr stórverslun í Austurborginni. Sá var í annarlegu ástandi og fékk að gista í fangageymslu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×