Innlent

Heimafæðingar ekki öruggur valkostur segir sérfræðingur

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Síðustu daga höfum við fjallað um þá fjölgun sem orðið hefur í heimafæðingum á Íslandi síðustu 10 árin, tæp 300 prósent.

Þessar tölur endurspegla þó aðeins þær fæðingar sem hafa klárast heima en ekki er til nákvæm skráning um hversu oft fæðingar hafa byrjað heimavið og endað á spítala.

Í nýrri bandarískri rannsókn sem tók mið af um 13 milljón fæðingum þar í landi kemur í ljós að auknar líkur eru á margvíslegum vandamálum í heimafæðingum svo sem, taugafræðilegum vanda, súrefnisskorti og ungbarnadauða.

Sveinn Kjartansson, barnalæknir og sérfræðingur á vökudeild landspítalans segir að vel megi heimfæra niðurstöður rannsóknarinnar hingað, þrátt fyrir að heilbrigðiskerfin séu ólík.

Hann segir fulla ástæðu til þess að stíga varlega til jarðar í heimafæðingum og að börnin eigi fyrst og fremst að fá að njóta vafans.



Sveinn segir jafnframt að flestir heilbrigðisstarfsmenn séu sama sinnis og að þeir mæli ekki með heimafæðingum, þó sumir mæli ekki beint á móti þeim heldur.

Þá verði mæður sem vilji prófa heimafæðingar alltaf vera til en ámælisvert sé þó að til sé hópur fólks innnan heilbrigðiskerfisins sem mæli með heimafæðingum og tali jafnvel niður þann vanda sem geti skapast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×