"Tala ekki fyrir mjög stóran hóp“ Karen Kjartansdóttir skrifar 26. september 2013 19:14 Forsætisráðherra segir að sér þyki beiðni þriggja samtaka á vinnumarkaði um að vera með í úttekt stjórnvalda á stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið byggða á fyrirfram mótaðri skoðun þriggja manna sem ekki tali fyrir hönd allra félagsmanna sinna. Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands hafa í sameiningu ákveðið að standa fyrir úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum í efnahagsmálum. Í sameiginlegu bréfi sem stílað er á stjórnvöld en birt var á netinu í gær óska samtökin eftir samstarfi við stjórnvöld við gerð úttektarinnar. Þá segir að samtökin telji æskilegt að aðildarviðræðum við ESB verði lokið og besti samningurinn borinn upp í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, segir fulltrúa ríkisstjórnarinnar ekki hafa haft tækifæri til að ræða um efni bréfsins. „Við höfum ekki haft tækifæri til þess að ræða það. Enda skilst mér að þetta bréf hafi farið í opinbera dreifingu áður en þeir sem það var stílað á höfðu haft tækifæri til þess að lesa það. En hvað um það þetta er væntanlega liður í því að kynna ákveðin sjónarmið sem forustumenn þessara samtaka hafa staðið fyrir alllengi þó það sé ekki endilega í samræmi við afstöðu allra félagsmanna þeirra. En það kemur reyndar fram í bréfinu hvaða niðurstöðu þeir vilja fá og þá er spurning hvort þeir hafi einhverja þörf fyrir aðkomu ríkisstjórnarinnar.“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um gerð úttektar á borð við þá sem samtökin óska eftir og hefur utanríkisráðherra lýst því yfir að stjórnvöld séu í viðræðum við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um úttekt á aðildarviðræðunum við ESB. Það er hinsvegar mat samtakanna að þessar tvær úttektir geti vel farið saman. „Við munum halda okkur við það að einbeita okkur að slíkri úttekt en sjáum til hvort ástæða sé til að koma að þessu.“ En getið þið hafnað þessu, í ljósi þess hve hóparnir tala fyrir hönd mikils fjölda og þess sem fram kemur í ríkisstjórnarsáttmálanum? „Í þessu máli tala þau ekki fyrir mjög stóran hóp, eða ekki allan hópinn sinn, eins og menn sjá nú þegar viðhorf þeirra sem tilheyra þessum hópum er könnuð. En þótt við að sjálfsögðu viljum starfa með þessum samtökum að uppbyggingarstarfi í samfélaginu, eins og við höfum lagt áherslu á og unnið að undanfarið, þá þýðir það ekki að við ætlum að innleiða alla þá stefnu sem þessi samtök hafa rekið.“ Um stefnu stjórnvalda segir Sigmundur: „Afstaða ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandsmálum liggur fyrir. Það liggur fyrir að hún er ólík afstöðu þessara þriggja manna eða hversu stór sem þessi hópur er. Það er hins vegar ekkert að því að skoða öll erindi sem berast frá þeim og við gerum það af opnum hug. En áhersla okkar verður á þessa hlutlausu og faglegu úttekt til þess að umræðan geti byggst á staðreyndum en ekki skjali sem er ætlað að ná fram ákveðinni fyrirfram mótaðri afstöðu.“ Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Sjá meira
Forsætisráðherra segir að sér þyki beiðni þriggja samtaka á vinnumarkaði um að vera með í úttekt stjórnvalda á stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið byggða á fyrirfram mótaðri skoðun þriggja manna sem ekki tali fyrir hönd allra félagsmanna sinna. Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands hafa í sameiningu ákveðið að standa fyrir úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum í efnahagsmálum. Í sameiginlegu bréfi sem stílað er á stjórnvöld en birt var á netinu í gær óska samtökin eftir samstarfi við stjórnvöld við gerð úttektarinnar. Þá segir að samtökin telji æskilegt að aðildarviðræðum við ESB verði lokið og besti samningurinn borinn upp í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, segir fulltrúa ríkisstjórnarinnar ekki hafa haft tækifæri til að ræða um efni bréfsins. „Við höfum ekki haft tækifæri til þess að ræða það. Enda skilst mér að þetta bréf hafi farið í opinbera dreifingu áður en þeir sem það var stílað á höfðu haft tækifæri til þess að lesa það. En hvað um það þetta er væntanlega liður í því að kynna ákveðin sjónarmið sem forustumenn þessara samtaka hafa staðið fyrir alllengi þó það sé ekki endilega í samræmi við afstöðu allra félagsmanna þeirra. En það kemur reyndar fram í bréfinu hvaða niðurstöðu þeir vilja fá og þá er spurning hvort þeir hafi einhverja þörf fyrir aðkomu ríkisstjórnarinnar.“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um gerð úttektar á borð við þá sem samtökin óska eftir og hefur utanríkisráðherra lýst því yfir að stjórnvöld séu í viðræðum við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um úttekt á aðildarviðræðunum við ESB. Það er hinsvegar mat samtakanna að þessar tvær úttektir geti vel farið saman. „Við munum halda okkur við það að einbeita okkur að slíkri úttekt en sjáum til hvort ástæða sé til að koma að þessu.“ En getið þið hafnað þessu, í ljósi þess hve hóparnir tala fyrir hönd mikils fjölda og þess sem fram kemur í ríkisstjórnarsáttmálanum? „Í þessu máli tala þau ekki fyrir mjög stóran hóp, eða ekki allan hópinn sinn, eins og menn sjá nú þegar viðhorf þeirra sem tilheyra þessum hópum er könnuð. En þótt við að sjálfsögðu viljum starfa með þessum samtökum að uppbyggingarstarfi í samfélaginu, eins og við höfum lagt áherslu á og unnið að undanfarið, þá þýðir það ekki að við ætlum að innleiða alla þá stefnu sem þessi samtök hafa rekið.“ Um stefnu stjórnvalda segir Sigmundur: „Afstaða ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandsmálum liggur fyrir. Það liggur fyrir að hún er ólík afstöðu þessara þriggja manna eða hversu stór sem þessi hópur er. Það er hins vegar ekkert að því að skoða öll erindi sem berast frá þeim og við gerum það af opnum hug. En áhersla okkar verður á þessa hlutlausu og faglegu úttekt til þess að umræðan geti byggst á staðreyndum en ekki skjali sem er ætlað að ná fram ákveðinni fyrirfram mótaðri afstöðu.“
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Sjá meira