Sport

Messi mætir í dómsal

Boði Logason skrifar
Besti fótboltamaður í heimi, Lionel Messi, mun í dag bæta fyrir dómara í heimaborg sinni Barcelona ásamt föður sínum en þeir eru grunaðir um stórfelld skattsvik.

Samkvæmt ákærunni sviku feðgarnir um fjórar milljónir evra, eða um 640 milljónir króna, undan skatti.

Messi hefur staðfastlega neitað sök, og segir að ákæran sé úr lausu lofti gripin.

Þeir eru grunaðir um að notast við fyrirtæki í Belís og Úrúgvæ til að selja höfundarrétt af ljósmyndum af knattspyrnuhetjunni árin 2007 til 2009 - og þannig komist undan því að borga skatt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×