Óvænt útspil Audi í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2013 10:45 Audi Nanuk Quattro er hæfættur og öflugur Það er enginn skortur á spennandi framboði nýrra og flottra bíla frá Audi um þessar mundir. Eitt óvæntasta útspil Audi hlýtur þó að teljast þessi bíll sem kynntur verður blaðamönnum og almenningi á bílasýningunni í Frankfurt sem var að opna. Bíllinn hefur fengið nafnið Audi Nanuk Quattro og er með 10 strokka dísilvél sem skilar þessum 1.900 kílóa bíl á 100 km hraða á 3,8 sekúndum. Ekki er hægt að verjast því að sjá Lamborghini svip á þessum bíl, en Lamborghini tilheyrir einmitt Volkswagen bílafjölskyldunni, rétt eins og Audi. Bíllinn sýnist á myndum ansi háfættur og ætti fyrir vikið að geta kljást við torfærari vegi, enda dekkin að auki risastór. Engum sögum fer um það hvort fjöldaframleiðsla muni hefjast á þessum bíl og er Audi vafalaust með þessu að fá í fyrstu viðbrögð við bílnum og tekur ákvarðanir eftir þau. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent
Það er enginn skortur á spennandi framboði nýrra og flottra bíla frá Audi um þessar mundir. Eitt óvæntasta útspil Audi hlýtur þó að teljast þessi bíll sem kynntur verður blaðamönnum og almenningi á bílasýningunni í Frankfurt sem var að opna. Bíllinn hefur fengið nafnið Audi Nanuk Quattro og er með 10 strokka dísilvél sem skilar þessum 1.900 kílóa bíl á 100 km hraða á 3,8 sekúndum. Ekki er hægt að verjast því að sjá Lamborghini svip á þessum bíl, en Lamborghini tilheyrir einmitt Volkswagen bílafjölskyldunni, rétt eins og Audi. Bíllinn sýnist á myndum ansi háfættur og ætti fyrir vikið að geta kljást við torfærari vegi, enda dekkin að auki risastór. Engum sögum fer um það hvort fjöldaframleiðsla muni hefjast á þessum bíl og er Audi vafalaust með þessu að fá í fyrstu viðbrögð við bílnum og tekur ákvarðanir eftir þau.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent