Lífið

Svartar fyrirsætur í miklum minnihluta

Iman berst fyrir fjöbreytni í tískugeiranum
Iman berst fyrir fjöbreytni í tískugeiranum Nordicphotos/getty
Ofurfyrirsætan og eiginkona stórsöngvarans David Bowie, Iman, er virkileg ósátt við þá staðreynd að það eru færri svartar konur á tískupöllunum árið 2013 en voru í kringum 1980.

„Það er komin tími til aðgerða, við getum ekki þagað um þetta mál lengur. Ef það er ekki hægt að ræða þetta innan tískugeirans, þá er eitthvað mikið að þar,“segir hún.

Á nýafstaðinni tískuviku í New York voru 82.7% af fyrirsætunum hvítar en einungis 6% voru svartar.

Iman berst fyrir því að fjölbreytni ríki innan tískuheimsins og segir það ábyrgð hönnuða og ritjóra tískutímaritana að svo sé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.