Peugeot 308 R í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2013 11:30 Bílaframleiðendur keppast nú við að búa til spennu fyrir þeim bílum sem þeir sýna á bílasýningunni í Frankfurt fljótlega í næsta mánuði. Flestir bílanna sem sýndir verða þar eru í framleiðslu eða munu örugglega verða framleiddir. Svo eru aðrir sem bílaframleiðendurnir sýna til að fá viðbrögð frá sýningargestum og bílablaðamönnum. Einn slíkra bíla er þessi Peugeot 308 R, sem er kraftaútgáfa hins hefðbundna 308 bíls. R-bíllinn hefur fengið 270 hestafla vél sem er aðeins með 1,6 lítra sprengirými. Því skilar hver líter sprengirýmis heilum 170 hestöflum, sem gerist vart hærra. Þó skilar vélin í Mercedes Benz A45 AMG 8 hestöflum meira á hvern lítra sprnegirýmis. Þessa vél, sem verður í R-bílnum, má einnig finna í Peugeot RCZ R. Peugeot 308 R er lægri og breiðari og með lengra á milli hjóla en í venjulegum 308. Mjög fátt í yfirbyggingu bílsins kemur beint frá venjulegum 308 bíl. Aðeins þakið og húddið er þaðan, en framendinn, hliðarnar, hurðirnar, skottið og stuðararnir fengu sérsmíði og það úr koltrefjum. Sami mannskapur og smíðaði ofurbílinn Peugeot 208 T16 fyrir Sebastian Loeb hefur komið að smíði þessa nýja bíls svo von er á góðu. Í ljósi þess að Peugoet RCZ R fór í framleiðslu má alveg búast við því að þessi bíll verði einnig fjöldaframleiddur. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent
Bílaframleiðendur keppast nú við að búa til spennu fyrir þeim bílum sem þeir sýna á bílasýningunni í Frankfurt fljótlega í næsta mánuði. Flestir bílanna sem sýndir verða þar eru í framleiðslu eða munu örugglega verða framleiddir. Svo eru aðrir sem bílaframleiðendurnir sýna til að fá viðbrögð frá sýningargestum og bílablaðamönnum. Einn slíkra bíla er þessi Peugeot 308 R, sem er kraftaútgáfa hins hefðbundna 308 bíls. R-bíllinn hefur fengið 270 hestafla vél sem er aðeins með 1,6 lítra sprengirými. Því skilar hver líter sprengirýmis heilum 170 hestöflum, sem gerist vart hærra. Þó skilar vélin í Mercedes Benz A45 AMG 8 hestöflum meira á hvern lítra sprnegirýmis. Þessa vél, sem verður í R-bílnum, má einnig finna í Peugeot RCZ R. Peugeot 308 R er lægri og breiðari og með lengra á milli hjóla en í venjulegum 308. Mjög fátt í yfirbyggingu bílsins kemur beint frá venjulegum 308 bíl. Aðeins þakið og húddið er þaðan, en framendinn, hliðarnar, hurðirnar, skottið og stuðararnir fengu sérsmíði og það úr koltrefjum. Sami mannskapur og smíðaði ofurbílinn Peugeot 208 T16 fyrir Sebastian Loeb hefur komið að smíði þessa nýja bíls svo von er á góðu. Í ljósi þess að Peugoet RCZ R fór í framleiðslu má alveg búast við því að þessi bíll verði einnig fjöldaframleiddur.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent