Sport

Svona verður Ólympíuleikvangurinn í Tókýó árið 2020

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Japanski arkitektinn Tadao Ando fór fyrir dómnefndinni sem valdi hönnun Zaha Hadid fyrir Ólympíuleikvanginn nýja.
Japanski arkitektinn Tadao Ando fór fyrir dómnefndinni sem valdi hönnun Zaha Hadid fyrir Ólympíuleikvanginn nýja. Mynd/AFP
Í gær kom í ljós að Japanir fá að halda Sumarólympíuleikana eftir sjö ár en Alþjóðaólympíunefndin valdi í gær Tókýó til að halda leikana árið 2020. Þetta verður í annað skiptið sem borgin fær sumarleikana en þeir fóru þar einnig fram árið 1964.

Japanir eru vel settir hvað varðar alla íþróttaaðstöðu í borginni en þeir ætla engu að síður að nota tækifærið og endurbyggja Ólympíuleikvanginn sinn sem var miðpunktur leikana fyrir hálfri öld.

Zaha Hadid endurhannaði leikvanginn og mun framkvæmdirnar standa yfir frá 2015 til 2019. Nýi Ólympíuleikvangurinn verður síðan tekinn í notkun fyrir HM í rúgbý sem fer fram í Tókýó 2019.

Zaha Hadid hannaði líka sundhöllina sem var notuð á Ólympíuleikunum í London en sú bygging er einnig afar sérstök.

Japanir mun væntanlega eyða um einum milljarði dollara, 122 milljörðum íslenskum króna, í enduruppbygginguna en leikvangurinn mun hafa mjög sérstakt útlit. Eitt af sérkennum hans verður að það er hægt að opna þakið á vellinum.

„Nýi Ólympíuleikvangurinn verður sá besti af þeim bestu. Þetta verður einn af þeim stærstu í heimi," sagði Tsunekazu Takeda formaður framboðs Tókýó til Ólympíuleikanna 2020.

Það er hægt að sjá myndband með hönnum vallarins með því að smella hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×