Spennandi nýr Volvo Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2013 11:30 Í þessum nýja bíl frá Volvo kristallast ný hönnunarstefna og útlit sem ná mun til fleiri gerða Volvo bíla á næstu árum. Volvo menn segja þennan bíl vera næstu kynslóð hins goðsagnarkennda Volvo P1800, sem þekktur var sem bíll Dýrðlingsins. Óneitanlega ber bíllinn svip frá P1800 bílnum gamla, en samt er ekki hægt að segja að sá nýi sé með „retro“-útlit. Volvo segir að næsti nýi framleiðslubíll fyrirtækisins, Volvo XC90 jeppinn muni fá útlitseinkenni frá þessum bíl. Vélbúnaður nýja bílsins mun skila 400 hesöflun til allra hjólanna og 600 Nm togi. Hefðbundin 2,0 lítra brunavél með forþjöppu og keflablásara knýr framhjólin og rafgeymar sem hlaðnir eru með heimilisrafmagni knýja afturhjólin. Aflið sem þessi búnaður skilar er á við 8 strokka vél og því ætti hann að komast vel úr sporunum. Þessi nýi bíll, sem ekki hefur ennþá fengið neitt nafn, verður á 5 arma og 21 tommu álfelgum sem ýtir undir sportlegt útlitið. Volvo hafði það að markmiði að hafa eins fá takka í mælaborði bílsins og kostur er og því ræður einfaldleikinn ríkjum. Volvo segir það auka á glæsileika bílsins og hann verði einstakur fyrir vikið. Gírstangarhnúður bílsins er úr handsmíðuðum kristal og í mælaborðinu er gríðarstór upplýsingasnertiskjár sem er breiðari en hann er hár og þar fara flestar aðgerðir bílsins fram, sem fækkað hefur tökkunum svo mikið..Volvo P1800 sem kom fram á sjöunda áratugnum Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent
Í þessum nýja bíl frá Volvo kristallast ný hönnunarstefna og útlit sem ná mun til fleiri gerða Volvo bíla á næstu árum. Volvo menn segja þennan bíl vera næstu kynslóð hins goðsagnarkennda Volvo P1800, sem þekktur var sem bíll Dýrðlingsins. Óneitanlega ber bíllinn svip frá P1800 bílnum gamla, en samt er ekki hægt að segja að sá nýi sé með „retro“-útlit. Volvo segir að næsti nýi framleiðslubíll fyrirtækisins, Volvo XC90 jeppinn muni fá útlitseinkenni frá þessum bíl. Vélbúnaður nýja bílsins mun skila 400 hesöflun til allra hjólanna og 600 Nm togi. Hefðbundin 2,0 lítra brunavél með forþjöppu og keflablásara knýr framhjólin og rafgeymar sem hlaðnir eru með heimilisrafmagni knýja afturhjólin. Aflið sem þessi búnaður skilar er á við 8 strokka vél og því ætti hann að komast vel úr sporunum. Þessi nýi bíll, sem ekki hefur ennþá fengið neitt nafn, verður á 5 arma og 21 tommu álfelgum sem ýtir undir sportlegt útlitið. Volvo hafði það að markmiði að hafa eins fá takka í mælaborði bílsins og kostur er og því ræður einfaldleikinn ríkjum. Volvo segir það auka á glæsileika bílsins og hann verði einstakur fyrir vikið. Gírstangarhnúður bílsins er úr handsmíðuðum kristal og í mælaborðinu er gríðarstór upplýsingasnertiskjár sem er breiðari en hann er hár og þar fara flestar aðgerðir bílsins fram, sem fækkað hefur tökkunum svo mikið..Volvo P1800 sem kom fram á sjöunda áratugnum
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent