Íslenski boltinn

Andrés Már farinn til Noregs á ný

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andrés Már Jóhannesson.
Andrés Már Jóhannesson. Mynd / Anton
Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis, lék í gær sinn síðasta leik með Fylki í bili þegar liðið vann Keflavík 3-0 í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Leikmaðurinn er á leiðinni til Noregs á ný en hann var á láni fá Haugesund.

Andrés Már átti erfitt með meiðsli í upphafi mótsins en hefur verið frábær fyrir Árbæinga að undanförnu en leikmaðurinn hefur skorað fjögur mörk fyrir Fylki í sumar.

Fylkismenn byrjuðu tímabilið skelfilega en hafa nú unnið fjóra leiki í röð og eru með 16 stig í áttunda sæti.

,,Hann ætlaði að gefa sig allan í þennan leik sem kveðjuleik og menn voru náttúrulega ákveðnir í að kveðja Andrés með þremur stigum," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis í samtali við fotbolti.net eftir leikinn í gær.

,,Hann fer út á þriðjudag. Þeir kölluðu hann til baka. Hann gerði þetta vel. Það er stórt Fylkishjarta í Andrési og við þökkum honum góða plikt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×