Íslenski boltinn

Hörður Árnason fer í tveggja leikja bann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikmenn Stjörnunnar fagna hér marki í sumar.
Leikmenn Stjörnunnar fagna hér marki í sumar.
Hörður Árnason, leikmaður Stjörnunnar, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann vegna rauða spjaldsins  sem hann fékk í leik gegn Víkingi á sunnudaginn í Ólafsvík.

Hörður hefur einu sinni áður fengið að líta rauða spjaldið í sumar fær þar að leiðandi tveggja leikja bann en ákvörðunin að vísa leikmanninum af velli var nokkuð umdeild.

Garðar Örn Hinriksson dæmdi leik Víkings Ó. og Stjörnunnar á sunnudaginn. Emil Pálsson, leikmaður FH og Arnar Már Guðjónsson, leikmaður ÍA, voru báðir dæmdir í eins leiks bann þar sem þeir hafa fengið fjórum sinnum gult spjald í sumar.

Bjarni Jóhannsson, þjálfari KA, í fyrstu deildinni var einnig dæmdur í eins leiks bann og mun því ekki stýra liðinu í næsta leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×