Hamilton óvænt á ráspól Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2013 13:13 Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Úrslitin komu honum sjálfum á óvart. „Erum við á ráspól?“ spurði Hamilton tæknimenn sína. „Já,“ svöruðu þeir. „Við erum jafn hissa og þú.“ Flestir bjuggust við því að Sebastian Vettel og Red Bull-liðið yrði fljótast í dag eins og á æfingum síðustu daga. Vettel, sem hefur aldrei fagnað sigri í Ungverjalandi, varð þó að sætta sig við annað sætið í tímatökunum í dag. „Þetta var erfitt í hitanum í dag og mér fannst hringurinn hjá mér ekki það góður. Því kom það mér á óvart að ég væri fremstur. Ég hélt að Sebastian hefði verið fljótastur,“ sagði Hamilton. Vettel segir þó að það hafi ekkert sérstakt klikkað hjá sér. „Það var ekki margt. Ég var nokkuð ánægður með síðustu tvo hringina því ég var með ný dekk. Kannski var ég ekki nógu ákveðinn um miðbik brautarinnar. Við hefðum átt að taka þetta í dag.“ Liðsfélagi Vettel, Ástralinn Mark Webber, lenti í vandræðum með bílinn sinn í dag og náði ekki tíma í lokatímatökunni. Hann verður því tíundi á ráspól. Roman Grosjean á Lotus varð þriðji í dag og Nico Rosberg, liðsfélagi Hamilton, fjórði. Fernando Alonso (Ferrari), Kimi Raikkönen (Lotus) og Felipe Massa (Ferrari) komu svo næstir á eftir. Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Úrslitin komu honum sjálfum á óvart. „Erum við á ráspól?“ spurði Hamilton tæknimenn sína. „Já,“ svöruðu þeir. „Við erum jafn hissa og þú.“ Flestir bjuggust við því að Sebastian Vettel og Red Bull-liðið yrði fljótast í dag eins og á æfingum síðustu daga. Vettel, sem hefur aldrei fagnað sigri í Ungverjalandi, varð þó að sætta sig við annað sætið í tímatökunum í dag. „Þetta var erfitt í hitanum í dag og mér fannst hringurinn hjá mér ekki það góður. Því kom það mér á óvart að ég væri fremstur. Ég hélt að Sebastian hefði verið fljótastur,“ sagði Hamilton. Vettel segir þó að það hafi ekkert sérstakt klikkað hjá sér. „Það var ekki margt. Ég var nokkuð ánægður með síðustu tvo hringina því ég var með ný dekk. Kannski var ég ekki nógu ákveðinn um miðbik brautarinnar. Við hefðum átt að taka þetta í dag.“ Liðsfélagi Vettel, Ástralinn Mark Webber, lenti í vandræðum með bílinn sinn í dag og náði ekki tíma í lokatímatökunni. Hann verður því tíundi á ráspól. Roman Grosjean á Lotus varð þriðji í dag og Nico Rosberg, liðsfélagi Hamilton, fjórði. Fernando Alonso (Ferrari), Kimi Raikkönen (Lotus) og Felipe Massa (Ferrari) komu svo næstir á eftir.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira