Orrustan um snjallúrið að hefjast Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. júlí 2013 12:45 Á síðustu vikum hefur Apple ráðið til síns fjölmarga verkfræðinga og vísindamenn sem einvörðungu munu vinna að þróun iWatch snjallúrsins. Þessa dagana er snjallúrið mál málanna hjá helstu tæknifyrirtækjum veraldar. Þau eru mörg komin langt á leið í þróunarvinnu og bandaríski tæknirisinn Apple er þar enginn eftirbátur. Á síðustu vikum hefur Apple ráðið til sín fjölmarga verkfræðinga og vísindamenn sem einvörðungu munu vinna að þróun iWatch snjallúrsins. Stjórnendur Apple hafa lítið viljað tjá sig um tækið en þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um iWatch síðustu misseri. Líklegt þykir að úrið verði tengt iPhone snjallsímanum í gegnum Bluetooth tækni og munu notendur geta hlustað á tónlist í gegnum úrið, ásamt því að taka við og senda smáskilaboð.Hugmynd Samsung frá árinu 2009MYND/SAMSUNGFregnir herma að Samsung og Dell séu að þróa eigin útgáfur af snjallúrum. Google hefur einnig lýst yfir áhuga á tækninni en fyrirtækið hefur á síðustu misserum einblínt á þróun Google Glass, snjallgleraugna sem væntanleg eru á markað í haust. Þrátt fyrir afgerandi markaðshlutdeild á snjallsímamarkaðinum hefur Apple átt erfitt uppdráttar síðustu mánuði. Ástæðan fyrir þessu er í senn harðari samkeppni frá fyrirtækum á borð við Samsung sem og útþynning markaðarins, enda hefur hágæða snjallsímum fjölgað verulega á síðustu árum. Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þessa dagana er snjallúrið mál málanna hjá helstu tæknifyrirtækjum veraldar. Þau eru mörg komin langt á leið í þróunarvinnu og bandaríski tæknirisinn Apple er þar enginn eftirbátur. Á síðustu vikum hefur Apple ráðið til sín fjölmarga verkfræðinga og vísindamenn sem einvörðungu munu vinna að þróun iWatch snjallúrsins. Stjórnendur Apple hafa lítið viljað tjá sig um tækið en þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um iWatch síðustu misseri. Líklegt þykir að úrið verði tengt iPhone snjallsímanum í gegnum Bluetooth tækni og munu notendur geta hlustað á tónlist í gegnum úrið, ásamt því að taka við og senda smáskilaboð.Hugmynd Samsung frá árinu 2009MYND/SAMSUNGFregnir herma að Samsung og Dell séu að þróa eigin útgáfur af snjallúrum. Google hefur einnig lýst yfir áhuga á tækninni en fyrirtækið hefur á síðustu misserum einblínt á þróun Google Glass, snjallgleraugna sem væntanleg eru á markað í haust. Þrátt fyrir afgerandi markaðshlutdeild á snjallsímamarkaðinum hefur Apple átt erfitt uppdráttar síðustu mánuði. Ástæðan fyrir þessu er í senn harðari samkeppni frá fyrirtækum á borð við Samsung sem og útþynning markaðarins, enda hefur hágæða snjallsímum fjölgað verulega á síðustu árum.
Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira