Sérstakur saksóknari hefur ákært í alls 96 málum - 206 felld niður Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. júlí 2013 20:15 Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. Alls hafa 512 mál komið inn á borð embættis sérstaks saksóknara frá því embættið var stofnað hinn 31. mars 2009, en verkefni embættisins var að rannsaka mál sem tengdust falli íslensku bankanna. Þá tók embættið við verkefnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra þegar embættið var lagt niður. Í nýju minnisblaði um tölfræði embættisins, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að embættið hafi sent alls 121 mál í ákærumeðferð til saksóknara frá og með 3. júní sl. Af þessum málum hefur verið gefin út ákæra í alls 96 málum. Af þessum 96 eru ákærur í eiginlegum hrunmálum orðnar alls 13, miðað við þrengstu skilgreiningu á þeim málum og alls hafa 45 einstaklingar verið ákærðir alls í þessum málum, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Heildarfjöldi mála sem eru enn í rannsókn er 134. Þessi hrunmál eru: Exeter-málið (Sakfellt í Hæstarétti) Mál Baldurs Guðlaugssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Vafningsmálið (Sakfellt í héraðsdómi - áfrýjað) Innherjasvik í Glitni (Sakfellt í héraðsdómi) Innherjasvik í Landsbankanum Fjárdráttur Hauks Þórs Haraldssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Fjárdráttur í einkabankaþjónustu Kaupþings (Sakfellt í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun í Al-Thani máli (Bíður aðalmeðferðar í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun Landsbankans (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Mál eignastýringar Glitnis banka (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Umboðssvik í Aurum-máli (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Ólögmæt hlutafjárhækkun Exista (Sakfelling að hluta og sýkna. Bíður áfrýjunar) Mál Karls og Steingríms Wernersbræðra í Milestone (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Alls hafa 206 mál verið felld niður. Það þýðir að ekki hefur verið talin ástæða til útgáfu ákæru að lokinni rannsókn. Þá eru alls 31 mál sem bíða rannsóknar. Þessi árangur hlýtur að teljast viðunandi miðað við það sem lagt var upp með. Þess skal getið að í þeim 206 málum sem felld voru niður fór mikill tími í rannsókn og endanlega lúkningu en sú skylda hvílur á ákæruvaldi samvæmt sakamálalögum að gefa ekki út ákæru nema talið sé að hún leiði til sakfellingar. Samkvæmt lögum um embættið gat innanríkisráðherra, að fengnu áliti ríkissaksóknara, lagt embættið niður eftir 1. janúar 2013 sl. Stefnt er að því að embættið ljúki störfum í lok þessa árs, en framtíðarskipan rannsóknar efnahagsbrota er nú til umfjöllunar í sérstakri nefnd á vegum innanríkisráðuneytisins. Aurum Holding málið Vafningsmálið Dómsmál Hrunið Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. Alls hafa 512 mál komið inn á borð embættis sérstaks saksóknara frá því embættið var stofnað hinn 31. mars 2009, en verkefni embættisins var að rannsaka mál sem tengdust falli íslensku bankanna. Þá tók embættið við verkefnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra þegar embættið var lagt niður. Í nýju minnisblaði um tölfræði embættisins, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að embættið hafi sent alls 121 mál í ákærumeðferð til saksóknara frá og með 3. júní sl. Af þessum málum hefur verið gefin út ákæra í alls 96 málum. Af þessum 96 eru ákærur í eiginlegum hrunmálum orðnar alls 13, miðað við þrengstu skilgreiningu á þeim málum og alls hafa 45 einstaklingar verið ákærðir alls í þessum málum, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Heildarfjöldi mála sem eru enn í rannsókn er 134. Þessi hrunmál eru: Exeter-málið (Sakfellt í Hæstarétti) Mál Baldurs Guðlaugssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Vafningsmálið (Sakfellt í héraðsdómi - áfrýjað) Innherjasvik í Glitni (Sakfellt í héraðsdómi) Innherjasvik í Landsbankanum Fjárdráttur Hauks Þórs Haraldssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Fjárdráttur í einkabankaþjónustu Kaupþings (Sakfellt í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun í Al-Thani máli (Bíður aðalmeðferðar í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun Landsbankans (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Mál eignastýringar Glitnis banka (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Umboðssvik í Aurum-máli (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Ólögmæt hlutafjárhækkun Exista (Sakfelling að hluta og sýkna. Bíður áfrýjunar) Mál Karls og Steingríms Wernersbræðra í Milestone (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Alls hafa 206 mál verið felld niður. Það þýðir að ekki hefur verið talin ástæða til útgáfu ákæru að lokinni rannsókn. Þá eru alls 31 mál sem bíða rannsóknar. Þessi árangur hlýtur að teljast viðunandi miðað við það sem lagt var upp með. Þess skal getið að í þeim 206 málum sem felld voru niður fór mikill tími í rannsókn og endanlega lúkningu en sú skylda hvílur á ákæruvaldi samvæmt sakamálalögum að gefa ekki út ákæru nema talið sé að hún leiði til sakfellingar. Samkvæmt lögum um embættið gat innanríkisráðherra, að fengnu áliti ríkissaksóknara, lagt embættið niður eftir 1. janúar 2013 sl. Stefnt er að því að embættið ljúki störfum í lok þessa árs, en framtíðarskipan rannsóknar efnahagsbrota er nú til umfjöllunar í sérstakri nefnd á vegum innanríkisráðuneytisins.
Aurum Holding málið Vafningsmálið Dómsmál Hrunið Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira