Óljóst hvort sæstrengur sé arðbærari en stóriðja Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2013 19:10 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. Ráðgjafahópur stjórnvalda leggur til frekari rannsóknir á arðsemi strengs og að viðræður hefjist við Breta um málið. Forstjóri Landsvirkjunar lýsti því yfir í fyrra að lagning sæstrengs gæti verið eitt stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar stæðu frammi fyrir. Það er fyrst og fremst lagning strengs milli Íslands og Bretlands sem fimmtán manna ráðgjafarhópur á vegum iðnaðarráðherra hefur nú skoðað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir í fréttum Stöðvar 2 að nú verði farið yfir efni skýrslu hópsins og framhaldið síðan ákveðið. Kjarninn í samhljóða ályktun ráðgjafahópsins er að, þótt vísbendingar séu um að strengur gæti orðið arðbær, þyrfti að afla frekari upplýsinga til að fá úr því skorið. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir raunar óljóst hvort þjóðhagslegur ábati af sölu raforku um sæstreng sé meiri eða minni en sölu til stóriðju, og segir frekari rannsóknir nauðsynlegar. Ráðgjafahópurinn leggur til að viðræður hefjist við bresk stjórnvöld og þarlend orku- og dreififyrirtæki um fyrirkomulag eignarhalds á strengnum og um verðlagningu orkunnar og segir Gunnar Tryggvason, formaður ráðgjafahópsins, að þessir tveir þættir séu forsenda þess að vinna nákvæmara arðsemismat. Í skýrslunni eru einnig reifaðar áhyggjur vegna umhverfisáhrifa, eins og að strengur kalli á fleiri virkjanir. Gunnar segir að þótt virkja þurfi meira sé það ekki mikið í stóra samhenginu, því meginhluti orku fyrir sæstrenginn muni koma vegna betri nýtingar umframorku og vegna aflstækkunar í virkjunum. Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, þykir mest um vert að ráðgjafahópur fulltrúa allra þingflokka, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins, orkufyrirtækja og náttúruverndarsamtaka skuli vera sammála um að halda áfram að skoða málið. Það sé mjög ánægjulegt enda afar mikilvægt að um svo flókið mál ríki breið sátt. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. Ráðgjafahópur stjórnvalda leggur til frekari rannsóknir á arðsemi strengs og að viðræður hefjist við Breta um málið. Forstjóri Landsvirkjunar lýsti því yfir í fyrra að lagning sæstrengs gæti verið eitt stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar stæðu frammi fyrir. Það er fyrst og fremst lagning strengs milli Íslands og Bretlands sem fimmtán manna ráðgjafarhópur á vegum iðnaðarráðherra hefur nú skoðað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir í fréttum Stöðvar 2 að nú verði farið yfir efni skýrslu hópsins og framhaldið síðan ákveðið. Kjarninn í samhljóða ályktun ráðgjafahópsins er að, þótt vísbendingar séu um að strengur gæti orðið arðbær, þyrfti að afla frekari upplýsinga til að fá úr því skorið. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir raunar óljóst hvort þjóðhagslegur ábati af sölu raforku um sæstreng sé meiri eða minni en sölu til stóriðju, og segir frekari rannsóknir nauðsynlegar. Ráðgjafahópurinn leggur til að viðræður hefjist við bresk stjórnvöld og þarlend orku- og dreififyrirtæki um fyrirkomulag eignarhalds á strengnum og um verðlagningu orkunnar og segir Gunnar Tryggvason, formaður ráðgjafahópsins, að þessir tveir þættir séu forsenda þess að vinna nákvæmara arðsemismat. Í skýrslunni eru einnig reifaðar áhyggjur vegna umhverfisáhrifa, eins og að strengur kalli á fleiri virkjanir. Gunnar segir að þótt virkja þurfi meira sé það ekki mikið í stóra samhenginu, því meginhluti orku fyrir sæstrenginn muni koma vegna betri nýtingar umframorku og vegna aflstækkunar í virkjunum. Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, þykir mest um vert að ráðgjafahópur fulltrúa allra þingflokka, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins, orkufyrirtækja og náttúruverndarsamtaka skuli vera sammála um að halda áfram að skoða málið. Það sé mjög ánægjulegt enda afar mikilvægt að um svo flókið mál ríki breið sátt.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira