Kauphallarvélmenni nýttu sér Reuters klúður 10. júní 2013 09:33 Reuters fréttaþjónustan hefur viðurkennt að hafa klúðrað útsendingu á tölum um iðnaðarframleiðsluna í Bandaríkjunum (ISM index) fyrir viku síðan. Tölurnar fóru aðeins 15 millisekúndum of fljótt í loftið en það gátu kauphallarvélmenni, það er hraðvirk tölvukerfi, nýtt sér. Kauphallarvélmennin sem hér um ræðir geta framkvæmt milljónir viðskipta á hverri mínútu. Þau voru forrituð til að nýta sér strax hinar nýju tölur og á þessum 15 millisekúndum sem liðu áður en ISM vísitalan fór opinberlega í loftið náðu þau að velta 28 milljónum dollara eða um 3,4 milljörðum kr. á þessum skamma tíma. Í frétt um málið hjá CNBC segir að hinar nýju tölur hafi sýnt neikvæða þróun og því samsvarandi áhrif á markaðinn sem sást nokkrum sekúndum eftir að þær urðu opinberar. Því höfðu eigendur viðkomandi kauphallarvélmenna ákveðið forskot á markaðinn á þessu sekúndubroti. Til að sýna hve 15 millisekúndur líða hratt má nefna til samanburðar að það tekur á bilinu 300 til 400 millisekúndur að blikka auga. Reuters er með samkomulag við útgefendur ISM vísitölunnar um birtingu hennar. Fram kemur í frétt CNBC að bæði fréttaþjónustan og útgefendurnar líti á þetta klúður sem minniháttar. Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Reuters fréttaþjónustan hefur viðurkennt að hafa klúðrað útsendingu á tölum um iðnaðarframleiðsluna í Bandaríkjunum (ISM index) fyrir viku síðan. Tölurnar fóru aðeins 15 millisekúndum of fljótt í loftið en það gátu kauphallarvélmenni, það er hraðvirk tölvukerfi, nýtt sér. Kauphallarvélmennin sem hér um ræðir geta framkvæmt milljónir viðskipta á hverri mínútu. Þau voru forrituð til að nýta sér strax hinar nýju tölur og á þessum 15 millisekúndum sem liðu áður en ISM vísitalan fór opinberlega í loftið náðu þau að velta 28 milljónum dollara eða um 3,4 milljörðum kr. á þessum skamma tíma. Í frétt um málið hjá CNBC segir að hinar nýju tölur hafi sýnt neikvæða þróun og því samsvarandi áhrif á markaðinn sem sást nokkrum sekúndum eftir að þær urðu opinberar. Því höfðu eigendur viðkomandi kauphallarvélmenna ákveðið forskot á markaðinn á þessu sekúndubroti. Til að sýna hve 15 millisekúndur líða hratt má nefna til samanburðar að það tekur á bilinu 300 til 400 millisekúndur að blikka auga. Reuters er með samkomulag við útgefendur ISM vísitölunnar um birtingu hennar. Fram kemur í frétt CNBC að bæði fréttaþjónustan og útgefendurnar líti á þetta klúður sem minniháttar.
Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira