Viðskiptajöfnuður Japans tvöfaldast milli ára 10. júní 2013 11:25 Viðskiptajöfnuður Japans í apríl var tvöfaldur á við sama mánuð fyrir ári síðan. Þá eykst landsframleiðsla landsins á muni meiri hraða en áður var spáð og er það rós í hnappagat efnahagsstefnu Shinzo Abe forsætisráðherra landsins. Í frétt um málið á Reuters segir að viðskiptajöfnuðurinn hafi numið 750 milljörðum jena, eða um 930 milljörðum kr. Þetta er aukning um 100,8% og mun meira en spáð hafði verið. Það er einkum veiking á gengi jensins sem veldur þessum árangri. Samhliða því að upplýsingar um viðskiptajöfnuðinn voru birtar í nótt voru einnig birtar upplýsingar um að hagvöxturinn í Japan mældist 4,1% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Það er einnig verulega umfram væntingar sérfræðingar sem spáð höfðu 3,5% hagvexti. Efnahagsstefna Shinzo Abe hefur gengið út á að örva efnahagslíf landsins með m.a. gífurlegri seðlaprentun hjá Japansbanka. Hingað til hefur dæmið gengið upp því seðlaprentunin hefur veikt japanska jenið og þar með gert japanskar vörur samkeppnishæfari í verði á alþjóðamörkuðum. Stefnu Abe er ætlað að ná Japan upp úr þeirri stöðnun í efnahagslífi landsins sem ríkt hefur í næstum tvo áratugi. Hjá Reuters kemur fram að stefnan hafi hingað til leitt til þess að væntingavísitala japanskra neytenda hefur hækkað fimm mánuði í röð. Þá segir að bankar landsins hafi aukið útlán sín um 1,8% í maí samanborið við sama mánuð í fyrra. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Viðskiptajöfnuður Japans í apríl var tvöfaldur á við sama mánuð fyrir ári síðan. Þá eykst landsframleiðsla landsins á muni meiri hraða en áður var spáð og er það rós í hnappagat efnahagsstefnu Shinzo Abe forsætisráðherra landsins. Í frétt um málið á Reuters segir að viðskiptajöfnuðurinn hafi numið 750 milljörðum jena, eða um 930 milljörðum kr. Þetta er aukning um 100,8% og mun meira en spáð hafði verið. Það er einkum veiking á gengi jensins sem veldur þessum árangri. Samhliða því að upplýsingar um viðskiptajöfnuðinn voru birtar í nótt voru einnig birtar upplýsingar um að hagvöxturinn í Japan mældist 4,1% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Það er einnig verulega umfram væntingar sérfræðingar sem spáð höfðu 3,5% hagvexti. Efnahagsstefna Shinzo Abe hefur gengið út á að örva efnahagslíf landsins með m.a. gífurlegri seðlaprentun hjá Japansbanka. Hingað til hefur dæmið gengið upp því seðlaprentunin hefur veikt japanska jenið og þar með gert japanskar vörur samkeppnishæfari í verði á alþjóðamörkuðum. Stefnu Abe er ætlað að ná Japan upp úr þeirri stöðnun í efnahagslífi landsins sem ríkt hefur í næstum tvo áratugi. Hjá Reuters kemur fram að stefnan hafi hingað til leitt til þess að væntingavísitala japanskra neytenda hefur hækkað fimm mánuði í röð. Þá segir að bankar landsins hafi aukið útlán sín um 1,8% í maí samanborið við sama mánuð í fyrra.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira