Körfubolti

Finnur Atli og Guðrún Gróa í Snæfell

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Karla- og kvennalið Snæfells í körfubolta hafa fengið frábæran liðsstyrk frá KR en þau Finnur Atli Magnússon og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir munu spila með liðinu á næstu leiktíð.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í kvöld. Einnig var tilkynnt að Sigurður Þorvaldsson, Jóhann Kristófer Sævarsson og Óttar Sigurðsson hefðu framlengt samninga sína við félagið.

Fjöldi leikmanna kvennaliðsins framlengdu einnig sína samninga. Þetta eru þær Hildur Sigurðardóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Aníta Sæþórsdóttir, Rebekka Rán Karlsdóttir og Silja Katrín Davíðsdóttr.

Finnur Atli er yngri bróðir Helga Más Magnússonar sem þjálfaði KR-ingar í vetur. Helgi Már verður þó áfram í herbúðum KR-inga.

Greinilegt er að Snæfell ætlar sér stóra hluti næsta vetur í bæði karla- og kvennadeildinni. Karlaliðið hafnaði í öðru sæti deildarkeppninnar en datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar gegn Stjörnunni. Kvennaliðið komst í undanúrslit en tapaði þá fyrir KR.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.