Vinnur nær örugga sýklavörn úr skrápum hákarla 3. júní 2013 07:34 Sprotafyrirtæki í Flórída hefur tekist að búa til nær örugga sýklavörn úr efni sem unnið er úr skrápum hákarla. Sprotafyrirtækið notar efnið til að búa til örþunna slikju, sem er aðeins 1/10 úr hársbreidd, og sett er á hluti eins og lækningatæki á skurðstofum eða lyklaborð á tölvum svo dæmi séu tekin. Slikjan drepur á bilinu 90% til 99,5% af öllum þekktum sýklum sem setjast á hana, en hlutfallið fer eftir tegundum þeirra. Fyrirtækið, Sharklet Technologies, var stofnað árið 2007 og setti þessa vöru sína á markað í fyrra. Árssalan nam strax um einni milljón dollara eða 120 milljónum króna en búist er við að hún aukist verulega í ár og næstu ár að því er segir í frétt á CNNMoney. Upphaf þessa sprotafyrirtækis má rekja til ársins 2000 þegar bandaríski flotinn bað háskólann í Flórída að finna náttúrulega vörn við hrúðurkörlum á skrokkum skipa flotans. Prófessorinn Anthony Brennan sem fékk verkefnið tók eftir í rannsóknum sínum að hrúðurkarlar eru algengir á húð hvala en óþekktir á skrápum hákarla. Við nánari greiningu kom í ljós að skrápurinn drepur ekki bara hrúðurkarla og þörunga heldur nær alla sýkla sem reyna að komast í gegnum hann. Háskólinn í Flórída vildi að Brennan setti á fót fyrirtæki sem nýtti þessar rannsóknir hans til hagsbóta fyrir skólann en það vildi Brennan ekki. Sagðist fremur vilja vinna áfram sem fræðimaður en standa í viðskiptum. Brennan fékk síðan gamlan vin sinn til að stofna fyrrgreint sprotafyrirtæki. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sprotafyrirtæki í Flórída hefur tekist að búa til nær örugga sýklavörn úr efni sem unnið er úr skrápum hákarla. Sprotafyrirtækið notar efnið til að búa til örþunna slikju, sem er aðeins 1/10 úr hársbreidd, og sett er á hluti eins og lækningatæki á skurðstofum eða lyklaborð á tölvum svo dæmi séu tekin. Slikjan drepur á bilinu 90% til 99,5% af öllum þekktum sýklum sem setjast á hana, en hlutfallið fer eftir tegundum þeirra. Fyrirtækið, Sharklet Technologies, var stofnað árið 2007 og setti þessa vöru sína á markað í fyrra. Árssalan nam strax um einni milljón dollara eða 120 milljónum króna en búist er við að hún aukist verulega í ár og næstu ár að því er segir í frétt á CNNMoney. Upphaf þessa sprotafyrirtækis má rekja til ársins 2000 þegar bandaríski flotinn bað háskólann í Flórída að finna náttúrulega vörn við hrúðurkörlum á skrokkum skipa flotans. Prófessorinn Anthony Brennan sem fékk verkefnið tók eftir í rannsóknum sínum að hrúðurkarlar eru algengir á húð hvala en óþekktir á skrápum hákarla. Við nánari greiningu kom í ljós að skrápurinn drepur ekki bara hrúðurkarla og þörunga heldur nær alla sýkla sem reyna að komast í gegnum hann. Háskólinn í Flórída vildi að Brennan setti á fót fyrirtæki sem nýtti þessar rannsóknir hans til hagsbóta fyrir skólann en það vildi Brennan ekki. Sagðist fremur vilja vinna áfram sem fræðimaður en standa í viðskiptum. Brennan fékk síðan gamlan vin sinn til að stofna fyrrgreint sprotafyrirtæki.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent