Íslenski boltinn

Þetta var barnalega dæmt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Magnús Gylfason
Magnús Gylfason

Magnús Gylfason, þjálfari Valsmanna, var afar ósáttur við rauða spjaldið sem Haukur Páll Sigurðsson fékk gegn Fram í kvöld.

„Mér fannst þetta auðvitað fáránlegt,“ sagði Magnús Gylfason í samtali við Valtý Björn Valtýsson. Magnús svaraði flestum spurningum Valtýs fram að því með spurningu og vildi fá að vita hvaða skoðun Valtýr hefði á umræddu atviki.

„Þú sást endursýningarnar,“ sagði Magnús en það sást langar leiðir að hann var öskureiður.

„Hefurðu orðið vitni að því að Haukur Páll hendi sér niður til að fiska víti,“ spurði Magnús Valtý Björn.

„Þetta er bara barnalega dæmt,“ sagði Magnús að lokum um atvikið umdeilda. Hann var hins vegar á því að lið hans hefði hvort eð er ekki átt sigur skilinn þar sem frammistaðan hefði ekki verið góð.

Umfjöllun um leikinn má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×