Viðskipti innlent

Yfir 15.000 Íslendingar með Alfreð

Mynd: Helgi Pjetur Jóhannsson hjá Stokki Software, hönnuði Alfreðs-appsins.
Mynd: Helgi Pjetur Jóhannsson hjá Stokki Software, hönnuði Alfreðs-appsins.

Alfreð appið fór í loftið 31. janúar sl. og hefur slegið í gegn hjá snjallsímanotendum því núna í maí hafa rúmlega 15 þúsund Íslendingar sótt sér appið og yfir 100 fyrirtæki nýtt sér þessa nýju leið í leit að starfsfólki.

Í tilkynningu segir að notendur geta vaktað ákveðin starfsheiti og þekkingu og eru rúmlega 80% af þeim sem hafa sótt sér appið, sem hafa líka kveikt á slíkri vakt. Í sumar er síðan von á nýjungum frá honum Alfreð, því þá verður hægt að vakta eftir landshlutum og bæjarfélögum, sem er eitthvað sem notendur appsins hafa kallað mikið eftir.

Það er hugbúnaðarfyrirtækið Stokkur Software sem á og rekur Alfreð. Stokkur Software, sem stendur einna fremst þegar kemur að þróun hugbúnaðar fyrir snjallsíma á Íslandi, hefur t.a.m þróað öpp fyrir Domino‘s, Nova, N1, Neyðarlínuna, Íslandspóst og Reykjavík Excursions.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×