Opnun á umdeildri brú Ólafs Elíassonar í Kaupmannahöfn frestað 10. maí 2013 07:41 Búið er að fresta opnun á umdeildri brú í Christianshavn í Kaupmannahöfn sem hönnuð er af Ólafi Elíassyni. Brúin sem ber heitið Cirkelbroen átti að vera tilbúin til notkunar í vor en búið er að fresta opnun hennar um óákveðinn tíma að því er segir í frétt í Politiken. Það er Nordea sjóðurinn sem stendur straum af kostnaðinum við brúna en talsmenn sjóðsins neita að gefa upp ástæður fyrir þessari frestun. Brúin, sem er fyrir gangandi og hjólreiðamenn, liggur yfir eitt af síkjum Christianshavn og tengir þann borgarhluta betur við miðbæ Kaupmannahafnar. Töluverðar deilur hafa verið um þessa brú þar sem íbúum í grennd við hana þykir hún alltof stór og skyggja á útsýni sitt. Sjá nánar hér. Þá telur fólk sem á báta og skútur, sem nýta síkin sem viðlegustaði, að brúin hindri aðgang þeirra að þessum viðlegustöðum. Í Politiken koma fram vangaveltur um hvort fjárhagsörðugleikar verktakans spili hér inn í málið. Verktakinn er Phil & Sön, móðurfélag Ístaks, og er þetta fjórða verk þeirra á skömmum tíma sem frestast. Berlingske Tidende greindi frá því í mars s.l. að fjárhagsstaða Phil & Sön væri orðin svo slæm að fyrirtækinu væri í raun haldið á floti af Danske Bank. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Búið er að fresta opnun á umdeildri brú í Christianshavn í Kaupmannahöfn sem hönnuð er af Ólafi Elíassyni. Brúin sem ber heitið Cirkelbroen átti að vera tilbúin til notkunar í vor en búið er að fresta opnun hennar um óákveðinn tíma að því er segir í frétt í Politiken. Það er Nordea sjóðurinn sem stendur straum af kostnaðinum við brúna en talsmenn sjóðsins neita að gefa upp ástæður fyrir þessari frestun. Brúin, sem er fyrir gangandi og hjólreiðamenn, liggur yfir eitt af síkjum Christianshavn og tengir þann borgarhluta betur við miðbæ Kaupmannahafnar. Töluverðar deilur hafa verið um þessa brú þar sem íbúum í grennd við hana þykir hún alltof stór og skyggja á útsýni sitt. Sjá nánar hér. Þá telur fólk sem á báta og skútur, sem nýta síkin sem viðlegustaði, að brúin hindri aðgang þeirra að þessum viðlegustöðum. Í Politiken koma fram vangaveltur um hvort fjárhagsörðugleikar verktakans spili hér inn í málið. Verktakinn er Phil & Sön, móðurfélag Ístaks, og er þetta fjórða verk þeirra á skömmum tíma sem frestast. Berlingske Tidende greindi frá því í mars s.l. að fjárhagsstaða Phil & Sön væri orðin svo slæm að fyrirtækinu væri í raun haldið á floti af Danske Bank.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira