Handbolti

Stórleikur Hannesar dugði ekki til sigurs

Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson.
Liði Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar, Eisenach, tókst ekki að festa sig í sessi í þriðja sæti þýsku B-deildarinnar í handknattleik er liðið sótti topplið Bergischer heim.

Bergischer vann leikinn, 28-25, og heimamenn voru einnig yfir í hálfleik, 12-11. Leikurinn var annars æsispennandi og sigurinn ekki tryggður fyrr en rétt undir lokin.

Hannes Jón Jónsson átti stórleik í liði Eisenach og skoraði átta mörk, þar af tvö af vítalínunni. Arnór Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Bergischer í dag.

Fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni og Bergischer þegar búið að tryggja sig upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×