Handbolti

Stefán Rafn í banastuði

Stefán Rafn fagnar.
Stefán Rafn fagnar. vísir/bongarts
Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen minnkuðu forskot Kiel á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik niður í eitt stig í dag.

Þá vann Löwen afar öruggan sigur, 32-22, á Minden. Löwen hefur leikið tveimur leikjum meira en Kiel þannig að staða þýsku meistaranna er ansi sterk.

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði sex mörk fyrir Löwen í dag og Alexander Petersson þrjú.

Arnór Atlason skoraði tvö mörk fyrir Flensburg sem lagði Gummersbach, 25-20. Ólafur Gústafsson skoraði eitt mark fyrir Flensburg sem er komið upp í þriðja sæti deildarinnar.

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Magdeburg töpuðu síðan fyrir Hannover-Burgdorf, 30-28.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×