Alonso vann sannfærandi sigur á heimavelli Birgir Þór Harðarson skrifar 12. maí 2013 15:02 Alonso var sigurreifur á heimavelli í dag. Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1, vann sannfærandi sigur í kappakstrinum á Spáni í dag. Alonso hefur ekki unnið í Barcelona síðan árið 2006 og voru heimamenn því himinlifandi. Alonso var leiftursnöggur í kappakstrinum og vann sig upp í fyrsta sætið með sjallri herfræði og grimmd í brautinni. Það kristallaðist strax í ræsingu því í fyrstu tveimur beygjunum sýndi hann nákvæmlega hvað væri að fara að gerast í kappakstrinum; hann ætlaði sér að sigra. Finninn Kimi Raikkönen kom fáum á óvart í öðru sæti á verðlaunapallinum í dag. Lotus-bíllinn hans hefur reynst vel og fer vel með dekkin. Ekki skemmir að Kimi er flinkur ökuþór og veit hvenær hann á að sækja og hvenær hann á að hugsa um dekkin.Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa, varð þriðji í kappakstrinum. Hann hafði ræst níundi og sótti hratt á. Eftir að ljóst var að Sebastian Vettel og Mercedes-mennirnir gætu ekki hlíft dekkjunum eins og Ferrari og Lotus var leikurinn auðveldur fyrir Massa. Þeir Nico Rosberg og Lewis Hamilton voru einmitt í stökustu vandræðum með dekkin í keppninni. Mercedes-bílarnir virðast vera yfirstýrðir í höndum beggja ökuþóra sem gerir það að verkum að afturdekkin eru fljót að eyðileggjast og missa grip. Rosberg náði þó að halda forystu gegn Vettel á fyrstu hringjum kappakstursins en nokkru eftir fyrsta viðgerðarhléið var ljóst í hvað stemmdi þegar keppinautarnir flugu fram úr hver á fætur öðrum. Hamilton var í vandræðum alveg frá fyrstu beygju. Rosberg endaði sjöundi og Hamilton í tólfta. Jenson Button á McLaren kom skemmtilega á óvart og kom sér fyrir í áttunda sætinu eftir að hafa ræst fjórtándi. Hann féll í byrjun keppninnar í sautjánda sætið en vann sig svo upp listann og framfyrir liðsfélaga sinn Sergio Perez sem endaði níundi. Toro Rosso-ökuþórinn Daniel Ricciardo var magnaður í kappakstrinum og lét stóru fiskana í lauginni hafa fyrir hlutunum. Hann endaði tíundi og sótti síðasta stigið sem var í boði. Formúla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1, vann sannfærandi sigur í kappakstrinum á Spáni í dag. Alonso hefur ekki unnið í Barcelona síðan árið 2006 og voru heimamenn því himinlifandi. Alonso var leiftursnöggur í kappakstrinum og vann sig upp í fyrsta sætið með sjallri herfræði og grimmd í brautinni. Það kristallaðist strax í ræsingu því í fyrstu tveimur beygjunum sýndi hann nákvæmlega hvað væri að fara að gerast í kappakstrinum; hann ætlaði sér að sigra. Finninn Kimi Raikkönen kom fáum á óvart í öðru sæti á verðlaunapallinum í dag. Lotus-bíllinn hans hefur reynst vel og fer vel með dekkin. Ekki skemmir að Kimi er flinkur ökuþór og veit hvenær hann á að sækja og hvenær hann á að hugsa um dekkin.Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa, varð þriðji í kappakstrinum. Hann hafði ræst níundi og sótti hratt á. Eftir að ljóst var að Sebastian Vettel og Mercedes-mennirnir gætu ekki hlíft dekkjunum eins og Ferrari og Lotus var leikurinn auðveldur fyrir Massa. Þeir Nico Rosberg og Lewis Hamilton voru einmitt í stökustu vandræðum með dekkin í keppninni. Mercedes-bílarnir virðast vera yfirstýrðir í höndum beggja ökuþóra sem gerir það að verkum að afturdekkin eru fljót að eyðileggjast og missa grip. Rosberg náði þó að halda forystu gegn Vettel á fyrstu hringjum kappakstursins en nokkru eftir fyrsta viðgerðarhléið var ljóst í hvað stemmdi þegar keppinautarnir flugu fram úr hver á fætur öðrum. Hamilton var í vandræðum alveg frá fyrstu beygju. Rosberg endaði sjöundi og Hamilton í tólfta. Jenson Button á McLaren kom skemmtilega á óvart og kom sér fyrir í áttunda sætinu eftir að hafa ræst fjórtándi. Hann féll í byrjun keppninnar í sautjánda sætið en vann sig svo upp listann og framfyrir liðsfélaga sinn Sergio Perez sem endaði níundi. Toro Rosso-ökuþórinn Daniel Ricciardo var magnaður í kappakstrinum og lét stóru fiskana í lauginni hafa fyrir hlutunum. Hann endaði tíundi og sótti síðasta stigið sem var í boði.
Formúla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira