Frambjóðendur ræða ekki lækkun ríkisskulda og stöðugt verðlag 24. apríl 2013 13:46 Sé litið til umræðunnar í kosningabaráttunni og loforða og áherslna frambjóðenda kemur í ljós að lítil áhersla er lögð á þau viðfangsefni stjórnvalda í efnahagsmálum sem ættu að skipta mestu máli; þ.e. lækkun skulda ríkissjóðs og stöðugt verðlag. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem rætt er um kosningaloforð þeirra sex flokka sem búast má við að nái mönnum á þing í komandi kosningum, það er miðað við niðurstöður skoðanakannanna að undanförnu. "Áherslurnar virðast hvorki beinast að rót þeirra vandamála sem helst eru uppi í hagkerfinu né þeim úrlausnum sem nauðsynlegar eru í því sambandi. Mikið er hinsvegar rætt um leiðir til að vinna á beinum og óbeinum afleiðingum þeirra. Ef litið er til loforða þeirra framboða sem líklegt er að nái þingsæti kemur í ljós að stór hluti þeirra snýr að húsnæðismálum," segir í Hagsjánni. "Ef spurt er hver hafa verið stærstu vandamálin í íslensku efnahagslífi á síðustu árum eru verðbólga og óstöðugleiki framarlega í flokki. Nátengdur þessum tveimur þáttum er óstöðugur gjaldmiðill. Orsaka flestra þeirra vandamála sem verið er að ræða í kosningarbaráttunni er að finna í þessum þremur þáttum. Kosningabaráttan snýst því að miklu leyti um afleiðingar vandamála en ekki orsakir. Til lengri tíma litið hlýtur að vera mikilvægast að uppræta orsakirnar því öðruvísi verða afleiðingarnar ávallt þær sömu og sama vandamál kemur upp aftur og aftur. Skuldastaða heimilanna, þótt slæm sé, er fyrst og fremst afleiðing óhóflegrar verðbólgu og tiltölulega hárra verðtryggðra vaxta en ekki t.d. verðtryggingar eins og margir hafa haldið fram. Almennt má því segja að kosningaloforð fyrir kosningarnar 27. apríl gangi í öfuga átt m.v. eitt brýnasta úrlausnarefni samtímans; að lækka skuldir ríkissjóðs. Mörg þeirra ganga að auki í berhögg við baráttuna við verðbólguna og viðleitni til þess að koma á meiri stöðugleika. En Íslendingar vita vel að loforð í kosningum eru bara orð en ekki efndir, þannig að ekki er víst að allir þeir neikvæðu spádómar sem hér eru settir fram verði að veruleika." Kosningar 2013 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Sé litið til umræðunnar í kosningabaráttunni og loforða og áherslna frambjóðenda kemur í ljós að lítil áhersla er lögð á þau viðfangsefni stjórnvalda í efnahagsmálum sem ættu að skipta mestu máli; þ.e. lækkun skulda ríkissjóðs og stöðugt verðlag. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem rætt er um kosningaloforð þeirra sex flokka sem búast má við að nái mönnum á þing í komandi kosningum, það er miðað við niðurstöður skoðanakannanna að undanförnu. "Áherslurnar virðast hvorki beinast að rót þeirra vandamála sem helst eru uppi í hagkerfinu né þeim úrlausnum sem nauðsynlegar eru í því sambandi. Mikið er hinsvegar rætt um leiðir til að vinna á beinum og óbeinum afleiðingum þeirra. Ef litið er til loforða þeirra framboða sem líklegt er að nái þingsæti kemur í ljós að stór hluti þeirra snýr að húsnæðismálum," segir í Hagsjánni. "Ef spurt er hver hafa verið stærstu vandamálin í íslensku efnahagslífi á síðustu árum eru verðbólga og óstöðugleiki framarlega í flokki. Nátengdur þessum tveimur þáttum er óstöðugur gjaldmiðill. Orsaka flestra þeirra vandamála sem verið er að ræða í kosningarbaráttunni er að finna í þessum þremur þáttum. Kosningabaráttan snýst því að miklu leyti um afleiðingar vandamála en ekki orsakir. Til lengri tíma litið hlýtur að vera mikilvægast að uppræta orsakirnar því öðruvísi verða afleiðingarnar ávallt þær sömu og sama vandamál kemur upp aftur og aftur. Skuldastaða heimilanna, þótt slæm sé, er fyrst og fremst afleiðing óhóflegrar verðbólgu og tiltölulega hárra verðtryggðra vaxta en ekki t.d. verðtryggingar eins og margir hafa haldið fram. Almennt má því segja að kosningaloforð fyrir kosningarnar 27. apríl gangi í öfuga átt m.v. eitt brýnasta úrlausnarefni samtímans; að lækka skuldir ríkissjóðs. Mörg þeirra ganga að auki í berhögg við baráttuna við verðbólguna og viðleitni til þess að koma á meiri stöðugleika. En Íslendingar vita vel að loforð í kosningum eru bara orð en ekki efndir, þannig að ekki er víst að allir þeir neikvæðu spádómar sem hér eru settir fram verði að veruleika."
Kosningar 2013 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira