Alonso vann í Kína Birgir Þór Harðarson skrifar 14. apríl 2013 08:54 Alonso vann mótið og var mjög ánægður með það. Ferrari-ökuþórinn Fernando Alonso vann kínverska kappaksturinn í Sjanghæ í morgun eftir að Ferrari-liðið stillti upp frábærri keppnisáætlun. Finninn Kimi Raikkönen varð annar í Lotus-bílnum. Keppnin var spennandi alveg til enda og leiddu fjölmargir mótið á mismunandi tímum. Dekkin skiptu miklu máli enda voru mýkri dekkin nánast ónothæf vegna þess hve hratt þau eyddust. Sebastian Vettel og Jenson Button ásamt Nico Hulkenberg ræstu því á harðari gerðinni og gerði þá alla á mismunandi tímapunktum að mögulegum sigurvegurum. Ferrari-bílarnir tveir náðu frábæru starti og komust á undan Raikkönen fyrir fyrstu beygju. Startið hjá Finnanum var lélegt en hann hélt þó fjórða sætinu fyrstu hringina. Hamilton þurfti svo fljótlega að víkja úr fyrsta sætinu fyrir Alonso og Massa. Hamilton varð á endanum þriðji en þurft að hafa fyrir því á síðasta hring þegar Vettel sótti hart að honum. Aðeins sekúndubrot skildu þá að þegar yfir endalínuna var ekið. Jenson Button varð fimmti fyrir McLaren og Felipe Massa sjötti. Daniel Ricciardo í Toro Rosso varð sjöundi eftir að hafa átt stórkoslega tímatökur í gær og staðið sig vel í dag. Paul di Resta náði að sigla Force India-bílnum í höfn í áttunda sæti á undan Romain Grosjean og Nico Hulkenberg. Vettel leiðir enn stigabaráttuna með 52 stig en Kimi Raikkönen er nú með 49 og Alonso 43. Það lítur því allt úf fyrir að titilbaráttan verði jöfn og skemmtileg í ár. Formúla Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Ferrari-ökuþórinn Fernando Alonso vann kínverska kappaksturinn í Sjanghæ í morgun eftir að Ferrari-liðið stillti upp frábærri keppnisáætlun. Finninn Kimi Raikkönen varð annar í Lotus-bílnum. Keppnin var spennandi alveg til enda og leiddu fjölmargir mótið á mismunandi tímum. Dekkin skiptu miklu máli enda voru mýkri dekkin nánast ónothæf vegna þess hve hratt þau eyddust. Sebastian Vettel og Jenson Button ásamt Nico Hulkenberg ræstu því á harðari gerðinni og gerði þá alla á mismunandi tímapunktum að mögulegum sigurvegurum. Ferrari-bílarnir tveir náðu frábæru starti og komust á undan Raikkönen fyrir fyrstu beygju. Startið hjá Finnanum var lélegt en hann hélt þó fjórða sætinu fyrstu hringina. Hamilton þurfti svo fljótlega að víkja úr fyrsta sætinu fyrir Alonso og Massa. Hamilton varð á endanum þriðji en þurft að hafa fyrir því á síðasta hring þegar Vettel sótti hart að honum. Aðeins sekúndubrot skildu þá að þegar yfir endalínuna var ekið. Jenson Button varð fimmti fyrir McLaren og Felipe Massa sjötti. Daniel Ricciardo í Toro Rosso varð sjöundi eftir að hafa átt stórkoslega tímatökur í gær og staðið sig vel í dag. Paul di Resta náði að sigla Force India-bílnum í höfn í áttunda sæti á undan Romain Grosjean og Nico Hulkenberg. Vettel leiðir enn stigabaráttuna með 52 stig en Kimi Raikkönen er nú með 49 og Alonso 43. Það lítur því allt úf fyrir að titilbaráttan verði jöfn og skemmtileg í ár.
Formúla Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira