Sá frægasti til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2013 07:00 Joey Crawford og Kobe Bryant. Nordicphotos/AFP Menn þurfa ekki að hafa fylgst grannt með NBA-körfuboltanum til þess að þekkja til Joey Crawford. Dómarinn litríki hefur dæmt í deild þeirra bestu í 35 ár og nálgast óðfluga 3000. leikinn sinn í deildinni. Körfuknattleiksdómarafélag Íslands (KKDÍ) fagnar 50 ára afmæli sínu á árinu. Af því tilefni hefur félagið boðið Crawford til landsins og hefur sá bandaríski þekkst boðið. „Það að fá Crawford á haustfund okkar körfuknattleiksdómara hefur gríðarmikla þýðingu þrátt fyrir þá staðreynd að NBA sé með annað regluverk en FIBA," segir Jón Bender formaður KKDÍ. Íslenskir körfuboltadómarar funda á hverju hausti og leggja línurnar fyrir komandi vetur. Fundurinn fer fram helgina 12.-14. september en auk Crawford munu Zsolt Hartyani hjá Evrópska körfuknattleikssambandinu og Kristinn Óskarsson alþjóðakörfuboltadómari flytja erindi.Crawford hugar að meiðslum LeBron James.Nordicphotos/Getty„Af starfandi dómurum í NBA deildinn er Crawford leikjahæstur þeirra allra í úrslitakeppninni. Crawford hefur því miklu að miðla til ekki bara íslenskra körfuknattleiksdómara heldur einnig dómara, þjálfara og áhugamanna í öðrum greinum," segir Jón. Hann setur komu Crawford í gott samhengi fyrir lesendur Vísis. „Heimsókn hans er álíka hvalreki og fyrir knattspyrnudómara að fá Pierluigi Collina í heimsókn eða körfuknattleiksþjálfara að fá Phil Jackson í heimsókn," segir Jón. Hann er viss um að heimsókn Crawford muni ekki aðeins skila miklu til starfandi körfuknattleiksdómara heldur muni hún einnig vekja áhuga á íþróttinni og dómgæslu almennt.Tim Duncan og Joey Crawford fara yfir málin.Nordicphotos/GettyZsolt Hartyani, fyrrverandi FIBA dómari og starfandi eftirlitsdómari sem sæti á í tækninefnd Evrópska körfuknattleikssambandsins, mun einnig koma til landsins við sama tilefni. „Zsolt mun koma hingað til lands beint frá Evrópukeppninni í Slóveníu þar sem hann verður við störf sem eftirlitsdómari," segir Jón sem þakkar KKÍ og FIBA Europe fyrir stuðninginn sem geri dómarafélaginu kleift að halda veglega upp á afmælið. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Menn þurfa ekki að hafa fylgst grannt með NBA-körfuboltanum til þess að þekkja til Joey Crawford. Dómarinn litríki hefur dæmt í deild þeirra bestu í 35 ár og nálgast óðfluga 3000. leikinn sinn í deildinni. Körfuknattleiksdómarafélag Íslands (KKDÍ) fagnar 50 ára afmæli sínu á árinu. Af því tilefni hefur félagið boðið Crawford til landsins og hefur sá bandaríski þekkst boðið. „Það að fá Crawford á haustfund okkar körfuknattleiksdómara hefur gríðarmikla þýðingu þrátt fyrir þá staðreynd að NBA sé með annað regluverk en FIBA," segir Jón Bender formaður KKDÍ. Íslenskir körfuboltadómarar funda á hverju hausti og leggja línurnar fyrir komandi vetur. Fundurinn fer fram helgina 12.-14. september en auk Crawford munu Zsolt Hartyani hjá Evrópska körfuknattleikssambandinu og Kristinn Óskarsson alþjóðakörfuboltadómari flytja erindi.Crawford hugar að meiðslum LeBron James.Nordicphotos/Getty„Af starfandi dómurum í NBA deildinn er Crawford leikjahæstur þeirra allra í úrslitakeppninni. Crawford hefur því miklu að miðla til ekki bara íslenskra körfuknattleiksdómara heldur einnig dómara, þjálfara og áhugamanna í öðrum greinum," segir Jón. Hann setur komu Crawford í gott samhengi fyrir lesendur Vísis. „Heimsókn hans er álíka hvalreki og fyrir knattspyrnudómara að fá Pierluigi Collina í heimsókn eða körfuknattleiksþjálfara að fá Phil Jackson í heimsókn," segir Jón. Hann er viss um að heimsókn Crawford muni ekki aðeins skila miklu til starfandi körfuknattleiksdómara heldur muni hún einnig vekja áhuga á íþróttinni og dómgæslu almennt.Tim Duncan og Joey Crawford fara yfir málin.Nordicphotos/GettyZsolt Hartyani, fyrrverandi FIBA dómari og starfandi eftirlitsdómari sem sæti á í tækninefnd Evrópska körfuknattleikssambandsins, mun einnig koma til landsins við sama tilefni. „Zsolt mun koma hingað til lands beint frá Evrópukeppninni í Slóveníu þar sem hann verður við störf sem eftirlitsdómari," segir Jón sem þakkar KKÍ og FIBA Europe fyrir stuðninginn sem geri dómarafélaginu kleift að halda veglega upp á afmælið.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira