Ómar féll á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2013 11:51 Ómar Örn Sævarsson Mynd/Stefán Ómar Örn Sævarsson, leikmaður karlaliðs Grindavíkur í körfubolta, féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar fyrr í vetur en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Körfuknattleikdeildar Grindavíkur inn á heimasíðu félagsins. Ómar Örn Sævarsson hefur ekkert spilað með Grindavíkurliðinu síðan í lok febrúar en hann var síðast með í sigurleik á móti KR. Ómar hefur því ekkert verið með Grindavíkurliðinu í úrslitakeppninni. Grindavík spilar í kvöld fyrsta leik sinn á móti Stjörnunni í úrslitaeinvígi Dominos-deild karla en þar getur liði unnið Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.Yfirlýsing frá stjórn Körfuknattleiksdeildar UMFG Ómar Örn Sævarsson, leikmaður meistaraflokks karla körfuknattleik, féll á lyfjaprófi sem hann undirgekkst að loknum bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar í febrúar s.l. Því miður drakk Ómar orkudrykk fyrir leikinn. Nafn drykkjarins er Jack3D. Hið ólöglega efni sem í drykknum er, er örvandi og mældist í honum eftir leik. Stjórn Körfuknattleiksdeildar UMFG harmar mjög þetta atvik og fordæmir að sjálfsögðu alla notkun ólöglegra efna í íþróttum. Það er hins vegar ljóst að stjórnin styður Ómar Örn heilshugar í þessu máli. Ómar vissi ekki að um væri að ræða drykk sem innihélt ólöglegt efni. Ómar hefur þrívegis áður gengist undir lyfjapróf og ávallt mælst hreinn. Enda taldi hann þegar honum var tilkynnt niðurstaðan, að einhverjir vinir hans væru að gera at í honum. Allir sem þekkja Ómar vita að hann þarf síst af öllu á örvandi lyfjum að halda og væri nær að hann tæki inn eitthvað róandi. Ómar er miður sín út af málinu og hefur gert hreint fyrir sínum dyrum gagnvart stjórn, þjálfara og leikmönnum Grindavíkurliðsins. Ómar kom fram af heilindum í öllum samskiptum við lyfjaráð og afhenti þeim umrætt efni og játaði strax að hafa neitt drykkjarins sem inniheldur efnið. Ómar hefur frá því hann kom til Grindavíkur verið til mikillar fyrirmyndar bæði innan vallar og utan. Stjórn körfuknattleiksdeildar hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Ómar á komandi tímabilum. Jafnframt er ljóst að leikmaður ber ábyrgð á því hvað hann lætur ofan í sig. Ekki er enn búið að dæma í málinu en krafa lyfjaráðs er að leikmaðurinn verði dæmdur í 6 mánaða bann. Bráðabirgðabann tók gildi um leið og niðurstaða lyfjaprófs hafði verið kynnt Ómari. Ómar og stjórn körfuknattleiksdeildar munu una niðurstöðu dómstóls ÍSÍ. Framundan eru lokaúrslit í Dominos deildinni og fyrsta viðureign við Stjörnuna fer fram í kvöld. Ómars verður sárt saknað en liðið og stjórn mun ekki dvelja lengur við þetta atvik heldur einbeita sér að því verkefni að halda Íslandsmeistaratitlinum í Grindavík en þar hefur farið afar vel um hann síðastliðið ár. Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Dominos-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Ómar Örn Sævarsson, leikmaður karlaliðs Grindavíkur í körfubolta, féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar fyrr í vetur en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Körfuknattleikdeildar Grindavíkur inn á heimasíðu félagsins. Ómar Örn Sævarsson hefur ekkert spilað með Grindavíkurliðinu síðan í lok febrúar en hann var síðast með í sigurleik á móti KR. Ómar hefur því ekkert verið með Grindavíkurliðinu í úrslitakeppninni. Grindavík spilar í kvöld fyrsta leik sinn á móti Stjörnunni í úrslitaeinvígi Dominos-deild karla en þar getur liði unnið Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.Yfirlýsing frá stjórn Körfuknattleiksdeildar UMFG Ómar Örn Sævarsson, leikmaður meistaraflokks karla körfuknattleik, féll á lyfjaprófi sem hann undirgekkst að loknum bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar í febrúar s.l. Því miður drakk Ómar orkudrykk fyrir leikinn. Nafn drykkjarins er Jack3D. Hið ólöglega efni sem í drykknum er, er örvandi og mældist í honum eftir leik. Stjórn Körfuknattleiksdeildar UMFG harmar mjög þetta atvik og fordæmir að sjálfsögðu alla notkun ólöglegra efna í íþróttum. Það er hins vegar ljóst að stjórnin styður Ómar Örn heilshugar í þessu máli. Ómar vissi ekki að um væri að ræða drykk sem innihélt ólöglegt efni. Ómar hefur þrívegis áður gengist undir lyfjapróf og ávallt mælst hreinn. Enda taldi hann þegar honum var tilkynnt niðurstaðan, að einhverjir vinir hans væru að gera at í honum. Allir sem þekkja Ómar vita að hann þarf síst af öllu á örvandi lyfjum að halda og væri nær að hann tæki inn eitthvað róandi. Ómar er miður sín út af málinu og hefur gert hreint fyrir sínum dyrum gagnvart stjórn, þjálfara og leikmönnum Grindavíkurliðsins. Ómar kom fram af heilindum í öllum samskiptum við lyfjaráð og afhenti þeim umrætt efni og játaði strax að hafa neitt drykkjarins sem inniheldur efnið. Ómar hefur frá því hann kom til Grindavíkur verið til mikillar fyrirmyndar bæði innan vallar og utan. Stjórn körfuknattleiksdeildar hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Ómar á komandi tímabilum. Jafnframt er ljóst að leikmaður ber ábyrgð á því hvað hann lætur ofan í sig. Ekki er enn búið að dæma í málinu en krafa lyfjaráðs er að leikmaðurinn verði dæmdur í 6 mánaða bann. Bráðabirgðabann tók gildi um leið og niðurstaða lyfjaprófs hafði verið kynnt Ómari. Ómar og stjórn körfuknattleiksdeildar munu una niðurstöðu dómstóls ÍSÍ. Framundan eru lokaúrslit í Dominos deildinni og fyrsta viðureign við Stjörnuna fer fram í kvöld. Ómars verður sárt saknað en liðið og stjórn mun ekki dvelja lengur við þetta atvik heldur einbeita sér að því verkefni að halda Íslandsmeistaratitlinum í Grindavík en þar hefur farið afar vel um hann síðastliðið ár. Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira