Grindavík og KR mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Bæði lið eiga það sameiginlegt að hafa innanborðs lykilmann sem tölfræðin sýnir að séu afar mikilvægir ætli liðin að vinna sína leiki. Þetta eru þeir Samuel Zeglinski, bandarískur leikstjórnandi Grindavíkur og Helgi Már Magnússon, spilandi þjálfari KR.
Þegar tölfræði sigur- og tapleikja Grindavíkur og KR í Domninos-deildinni í vetur er borin saman þá fer ekkert á milli mála að liðin þurfa mikið á framlagi þessara öflugu leikmanna að halda.
Samuel Zeglinski er með 10,0 stigum hærra framlag í sigurleikjum en tapleikjum og hann er bæði með mun fleiri stig og stoðsendingar í sigurleikjunum sem og betri þriggja stiga skotnýtingu.
Helgi Már Magnússon er með 10,2 stigum hærra framlag í sigurleikjum en tapleikjum og hann er bæði með mun fleiri stig og stoðsendingar í sigurleikjunum sem og miklu betri þriggja stiga skotnýtingu. Hann er líka með fleiri fráköst og fleiri stolna bolta í sigurleikjunum.
Samuel Zeglinski hjá Grindavík
Framlag í leik
Sigurleikir - 26,8
Tapleikir - 16,8
Mismunur +10,0
Stig í leik
Sigurleikir - 23,4
Tapleikir - 18,8
Mismunur +4,6
Stoðsendingar í leik
Sigurleikir - 6,5
Tapleikir - 5,0
Mismunur +1,5
3ja stiga skotnýting
Sigurleikir - 46,4 prósent
Tapleikir - 35,0 prósent
Mismunur +11,4 prósent
Helgi Már Magnússon hjá KR
Framlag í leik
Sigurleikir - 18,2
Tapleikir - 8,0
Mismunur +10,2
Stig í leik
Sigurleikir - 15,5
Tapleikir - 10,2
Mismunur +5,3
Stoðsendingar í leik
Sigurleikir - 4,1
Tapleikir - 2,1
Mismunur +2,0
3ja stiga skotnýting
Sigurleikir - 46,3 prósent
Tapleikir - 14,3 prósent
Mismunur +32 prósent
Tveir leikmenn sem skipta extra miklu máli
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti


Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn


Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn




„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti