Lífið

Eldheitur koss Kate Moss og Sharon Stone

Fyrirsætan Kate Moss og leikkonan Sharon Stone eru meðal glæsilegustu kvenna í heiminum. Það var því ekki leiðinleg stund þegar þær stigu á sviðið á góðgerðarsamkomu á vegum amfAR í Brasilíu um helgina.

Glæsikvendin nefnilega buðu upp á afar heitan koss til að safna peningum fyrir góðgerðarmál. Einn koss við Kate var boðinn upp ásamt Moet & Chandon-kampavínsflösku sem var árituð af Sharon.

Kossinn góði.
Báðar tvær voru þær afar flottar á rauða dreglinum. Kate klæddist heldur betur flegnum kjól en Sharon vakti athygli í skærappelsínugulum síðkjól.

Tvær megaskvísur.
Hressar á kantinum.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.